James Gunn endurráðinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. mars 2019 20:40 James Gunn leikstjóri. Christopher Polk/Getty Leikstjórinn James Gunn, sem Disney sagði á síðasta upp frá framleiðslu nýjustu myndar ofurhetjumyndarisans Marvel, Guardians of the Galaxy 3, hefur verið endurráðinn sem leikstjóri og megin handritshöfundur myndarinnar. Gunn var á sínum tíma sagt upp eftir að gömul tíst þar sem hann fjallaði af léttúð um árásirnar á Tvíburaturnana 11. september, nauðganir og barnaníð voru grafin upp og fjölmiðlar gerðu að umfjöllunarefni sínu. Tístin voru frá árunum 2008 og 2009. Þegar Gunn var látinn fara á sínum tíma sagði stjórnarformaður Walt Disney, Alan Horn, að hegðun leikstjórans væri „óverjanleg“ og sleit í kjölfarið tengslum við hann. Samkvæmt heimildum Deadline var ákvörðunin um að endurráða Gunn tekin fyrir nokkrum mánuðum í kjölfar viðræðna milli Marvel og Disney. Horn hafi verið sannfærður eftir opinbera afsökunarbeiðni Gunn, auk fundaraðar milli málsaðila. Stjörnur fyrri myndanna tveggja um verði vetrarbrautarinnar sem Gunn leikstýrði, Bradley Cooper, Zoe Saldana, Chris Pratt og Dave Bautista, stóðu við bakið á Gunn í kjölfar brottrekstursins og lýstu yfir stuðningi sínum við leikstjórann. Sá síðastnefndi gekk jafnvel svo langt að segjast ekki vilja taka þátt í framleiðslu fleiri Guardian mynda, væri Gunn ekki í leikstjórastólnum. Bautista mun þó ekki þurfa frá að hverfa vegna þess þar sem Gunn hefur nú verið endurráðinn sem leikstjóri og ákvörðun tekin um að nota upphaflegt handrit hans að myndinni. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Tengdar fréttir Leikarar Guardians of the Galaxy 3 lýsa yfir stuðningi við James Gunn Leikstjórinn James Gunn var rekinn úr starfi sínu sem leikstjóri myndarinnar Guardians of the Galaxy 3 fyrr í mánuðinum. 30. júlí 2018 17:39 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn James Gunn, sem Disney sagði á síðasta upp frá framleiðslu nýjustu myndar ofurhetjumyndarisans Marvel, Guardians of the Galaxy 3, hefur verið endurráðinn sem leikstjóri og megin handritshöfundur myndarinnar. Gunn var á sínum tíma sagt upp eftir að gömul tíst þar sem hann fjallaði af léttúð um árásirnar á Tvíburaturnana 11. september, nauðganir og barnaníð voru grafin upp og fjölmiðlar gerðu að umfjöllunarefni sínu. Tístin voru frá árunum 2008 og 2009. Þegar Gunn var látinn fara á sínum tíma sagði stjórnarformaður Walt Disney, Alan Horn, að hegðun leikstjórans væri „óverjanleg“ og sleit í kjölfarið tengslum við hann. Samkvæmt heimildum Deadline var ákvörðunin um að endurráða Gunn tekin fyrir nokkrum mánuðum í kjölfar viðræðna milli Marvel og Disney. Horn hafi verið sannfærður eftir opinbera afsökunarbeiðni Gunn, auk fundaraðar milli málsaðila. Stjörnur fyrri myndanna tveggja um verði vetrarbrautarinnar sem Gunn leikstýrði, Bradley Cooper, Zoe Saldana, Chris Pratt og Dave Bautista, stóðu við bakið á Gunn í kjölfar brottrekstursins og lýstu yfir stuðningi sínum við leikstjórann. Sá síðastnefndi gekk jafnvel svo langt að segjast ekki vilja taka þátt í framleiðslu fleiri Guardian mynda, væri Gunn ekki í leikstjórastólnum. Bautista mun þó ekki þurfa frá að hverfa vegna þess þar sem Gunn hefur nú verið endurráðinn sem leikstjóri og ákvörðun tekin um að nota upphaflegt handrit hans að myndinni.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Tengdar fréttir Leikarar Guardians of the Galaxy 3 lýsa yfir stuðningi við James Gunn Leikstjórinn James Gunn var rekinn úr starfi sínu sem leikstjóri myndarinnar Guardians of the Galaxy 3 fyrr í mánuðinum. 30. júlí 2018 17:39 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarar Guardians of the Galaxy 3 lýsa yfir stuðningi við James Gunn Leikstjórinn James Gunn var rekinn úr starfi sínu sem leikstjóri myndarinnar Guardians of the Galaxy 3 fyrr í mánuðinum. 30. júlí 2018 17:39
James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15