Golf

Villtur hringur hjá Tiger en Fleetwood og Bradley eru í forystu

Tiger Woods var í stuði.
Tiger Woods var í stuði. vísir/getty
Englendingurinn Tommy Fleetwood og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley eru í forystu á Players-mótinu í golfi en fyrsti hringur kláraðist seint í gærkvöldi.

Players-mótið er einskonar óopinbert fimmta risamót ársins en þetta árið er verðlaunaféð hæst á Players-mótinu. Heildarpotturinn er 12,5 milljónir dollara og fær sigurvegarinn 2,25 milljónir í sinn hlut.

Fleetwood og Bradley voru jafnir fyrir lokahringinn á Arnold Palmer-mótinu á dögunum og eru því ekki óvanir að vera saman á toppnum.

Þeir spiluðu hringinn báðir á sjö höggum undir pari en An Byeong-hun frá Suður-Kóreu og Brian Harman eru í saman í þriðja til fjórða sæti á sex höggum undir pari.

Tiger Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar eftir að setja niður einn fugl en fá svo einn skolla. Seinni níu voru svo líflegar hjá Tiger þar sem hann náði aðeins einu pari.

Tiger bauð upp á fimm fugla og þrjá skolla sem þýðir að hann endaði hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er því fimm höggum frá efstu mönnum fyrir annan hringinn sem spilaður verður í dag.

Það besta frá Fleetwood
Það besta frá Bradley
Það besta frá 17. holunni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×