Tiger berst um stærsta peningapott ársins á Players Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2019 17:45 Tiger Woods spreytir sig á 17. holunni. vísir/getty The Players Championship eða Players-mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst klukkan 17.00 í dag en bein útsending er í gangi á Golfstöðinni. Players-mótið er oft sagt óopinbert fimmta stórmót ársins en að þessu sinni er heildarverðlaunaféð 12,5 milljónir dollara sem er stærsti pottur ársins á PGA-mótaröðinni. Tiger Woods er mættur til leiks en hann komst inn með því að vinna PGA-mót á síðasta ári. Þarna eru einnig mættir efstu 125 á FedEx-peningalista síðasta árs, sigurvegarar síðustu risamóta ásamt fleirum af þeim bestu í heimi. Mótið fer fram á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída en 17. holan þar er ein sú allra frægasta í íþróttinni. Flötin situr á eyju sem gríðarlega erfitt er að hitta og hefur margur kylfingurinn farið flatt á þessari rosalegu holu. Tiger Woods vann þetta mót árið 2001 og 2013 en samlandi hans Webb Simpson bar sigur úr býtum á síðasta ári. Simpson vann með fjögurra högga mun og fékk tæpar tvær milljónir dollara í sinn hlaut. Sigurvegarinn í ár fær 2,25 milljónir dollara. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
The Players Championship eða Players-mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst klukkan 17.00 í dag en bein útsending er í gangi á Golfstöðinni. Players-mótið er oft sagt óopinbert fimmta stórmót ársins en að þessu sinni er heildarverðlaunaféð 12,5 milljónir dollara sem er stærsti pottur ársins á PGA-mótaröðinni. Tiger Woods er mættur til leiks en hann komst inn með því að vinna PGA-mót á síðasta ári. Þarna eru einnig mættir efstu 125 á FedEx-peningalista síðasta árs, sigurvegarar síðustu risamóta ásamt fleirum af þeim bestu í heimi. Mótið fer fram á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída en 17. holan þar er ein sú allra frægasta í íþróttinni. Flötin situr á eyju sem gríðarlega erfitt er að hitta og hefur margur kylfingurinn farið flatt á þessari rosalegu holu. Tiger Woods vann þetta mót árið 2001 og 2013 en samlandi hans Webb Simpson bar sigur úr býtum á síðasta ári. Simpson vann með fjögurra högga mun og fékk tæpar tvær milljónir dollara í sinn hlaut. Sigurvegarinn í ár fær 2,25 milljónir dollara.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira