Full af töfrandi söng og ómótstæðilegum litum 9 skrifar 14. mars 2019 16:30 Stórstjörnur sýningarinnar, Elmar Gilbertsson og Herdís Anna Jónasdóttir. Frábær söngkona smellpassaði í hlutverkið og rödd hans var dásamlega fögur. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN Giuseppe Verdi: La Traviata. Uppfærsla Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjórn: Bjarni Frímann Bjarnason.Leikstjórn: Oriol Tomas.Leikmynd: Simon Guilbault.Búningar: Sebastien Dionne.Lýsing: Erwann Bernard.Myndband: Felix Fradet-Faguy.Danshöfundur: Lucie Vigneault.Aðalhlutverk: Herdís Anna Jónasdóttir, Elmar Gilbertsson og Hrólfur Sæmundsson. Kór og hljómsveit íslensku óperunnar. Nemendur í tónmennt í skóla í Bandaríkjunum voru einu sinni fengnir til að fara á óperuna La Traviata eftir Verdi og gera um hana stutt verkefni. Einn nemandinn misskildi óperuna hrapalega, því hann hélt að hún væri grínópera. Honum fannst það hljóta að vera, því aðalpersónan, Víóletta, væri með berkla, en tækist samt að syngja fullum hálsi fram í andlátið. Það er sannleikskorn í þessu, eins og hjá Ceciliu Bartoli, sem heyra má á Spotify syngja hluta úr La Traviata. Söngurinn er svo fullur af lífi og ferskleika að það skýtur skökku við. Berklar leggjast yfirleitt á lungun og það væri kraftaverk ef hægt væri að syngja með slíkan sjúkdóm á lokastigi. En í tilfelli Herdísar Önnu Jónasdóttur í aðalhlutverki í uppfærslu Íslensku óperunnar sem frumsýnd var um helgina, trúir maður þessu. Hún virtist brothætt og viðkvæm. Söngurinn var vissulega tær, fallegur og gæddur viðeigandi þrótti, en túlkunin var samt sem áður eilítið kuldaleg. Blæbrigðin voru útfærð af hófsemi og ákveðinni fjarlægð. Fyrir bragðið smellpassaði frábær söngkonan í hlutverk deyjandi konu sem er búin að fá nóg af lífsstíl sínum sem gleðikona og þráir ákjósanlegri tilvist en veit að leikurinn er tapaður. Útkoman var beinlínis átakanleg. Á móti henni lék Elmar Gilbertsson. Öfugt við Herdísi var söngur hans ástríðuþrunginn og litríkur. Leikur hans sem hinn blóðheiti en auðtrúa elskhugi, Alfredo, var sannfærandi. Röddin var dásamlega fögur, fullkomlega mótuð og unaðsleg. Það bókstaf lega sópaði að Elmari í hlutverkinu. Ta lsver t síðr i va r Hrólf u r Sæmundsson sem faðir Alfredos. Hann spilar minni en samt mikilvæga rullu í sögunni, því hann eyðileggur samband sonar síns og Víólettu, en sér eftir öllu saman þegar það er orðið of seint. Hrólfur hefur átt betri daga. Söngur hans á frumsýningunni var bældur og leikurinn stífur. Kannski háði sviðsskrekkur eða annar krankleiki honum; hann getur gert betur en þetta, eins og hann hefur margoft sannað. Vonandi á hann eftir að hrökkva í gang á næstu sýningum. Aðrir söngvarar stóðu sig prýðilega. Hrafnhildur Árnadóttir er að mati undirritaðs rísandi stjarna, hún var stórfengleg á Vínartónleikunum síðustu og stóð sig með miklum ágætum nú. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir var einnig með allt á hreinu, og sömu sögu er að segja um Snorra Wium, Odd Arnþór Jónsson og fleiri. Kór Íslensku óperunnar naut sín undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Söngur hans var þéttur og flottur, hljómmikill og hreinn; hann hefur aldrei verið betri. Hann var í hlutverki partígesta og það vantaði ekki stuðið. Hljómsveitin var líka afburðagóð, samspilið nákvæmt og kröftugt undir öruggri stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Bjarni er auðvitað ekki bara hljómsveitarstjóri, heldur ber ábyrgð á því að allir, bæði hljóðfæraleikarar og söngvarar, séu samtaka og tónlistin í heild búi yfir réttu stemningunni. Það er til marks um fagmennsku og hæfileika hans að flæðið í tónlistarflutningnum var í senn grípandi og glæsilegt; maður gleymdi stund og stað. Leikstjórn Oriol Tomas var lifandi; hvergi var dauður punktur (nema í tilviki Hrólfs). Atburðarásin var óheft, spennan ávallt áþreifanleg og sífellt eitthvað athyglisvert sem bar fyrir augu. Búningar voru fagrir og listilegir, eggjandi dansar voru punkturinn yfir i-ið. Sviðsetningin var sérkapítuli út af fyrir sig, kóreógrafían flott og rann ágætlega saman við leikmyndina. Hún var skemmtilega abstrakt, vængir og risastórar pallíettur sem á var varpað síbreytilegum litum og myndskeiðum. Lýsingin skapaði líka hverja litasinfóníuna á fætur annarri. Útkoman var töfraheimur – akkúrat eins og ópera á að vera. La Traviata er enn ein glæsiuppfærsla Íslensku óperunnar síðan Steinunn Birna Ragnarsdóttir tók við stöðu óperustjóra fyrir nokkrum árum. Hún hefur svo sannarlega staðið sig með sóma. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Snilldarleg tónlist Verdis nýtur sín oftast til fulls í magnaðri uppfærslu íslensku óperunnar Gagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Giuseppe Verdi: La Traviata. Uppfærsla Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjórn: Bjarni Frímann Bjarnason.Leikstjórn: Oriol Tomas.Leikmynd: Simon Guilbault.Búningar: Sebastien Dionne.Lýsing: Erwann Bernard.Myndband: Felix Fradet-Faguy.Danshöfundur: Lucie Vigneault.Aðalhlutverk: Herdís Anna Jónasdóttir, Elmar Gilbertsson og Hrólfur Sæmundsson. Kór og hljómsveit íslensku óperunnar. Nemendur í tónmennt í skóla í Bandaríkjunum voru einu sinni fengnir til að fara á óperuna La Traviata eftir Verdi og gera um hana stutt verkefni. Einn nemandinn misskildi óperuna hrapalega, því hann hélt að hún væri grínópera. Honum fannst það hljóta að vera, því aðalpersónan, Víóletta, væri með berkla, en tækist samt að syngja fullum hálsi fram í andlátið. Það er sannleikskorn í þessu, eins og hjá Ceciliu Bartoli, sem heyra má á Spotify syngja hluta úr La Traviata. Söngurinn er svo fullur af lífi og ferskleika að það skýtur skökku við. Berklar leggjast yfirleitt á lungun og það væri kraftaverk ef hægt væri að syngja með slíkan sjúkdóm á lokastigi. En í tilfelli Herdísar Önnu Jónasdóttur í aðalhlutverki í uppfærslu Íslensku óperunnar sem frumsýnd var um helgina, trúir maður þessu. Hún virtist brothætt og viðkvæm. Söngurinn var vissulega tær, fallegur og gæddur viðeigandi þrótti, en túlkunin var samt sem áður eilítið kuldaleg. Blæbrigðin voru útfærð af hófsemi og ákveðinni fjarlægð. Fyrir bragðið smellpassaði frábær söngkonan í hlutverk deyjandi konu sem er búin að fá nóg af lífsstíl sínum sem gleðikona og þráir ákjósanlegri tilvist en veit að leikurinn er tapaður. Útkoman var beinlínis átakanleg. Á móti henni lék Elmar Gilbertsson. Öfugt við Herdísi var söngur hans ástríðuþrunginn og litríkur. Leikur hans sem hinn blóðheiti en auðtrúa elskhugi, Alfredo, var sannfærandi. Röddin var dásamlega fögur, fullkomlega mótuð og unaðsleg. Það bókstaf lega sópaði að Elmari í hlutverkinu. Ta lsver t síðr i va r Hrólf u r Sæmundsson sem faðir Alfredos. Hann spilar minni en samt mikilvæga rullu í sögunni, því hann eyðileggur samband sonar síns og Víólettu, en sér eftir öllu saman þegar það er orðið of seint. Hrólfur hefur átt betri daga. Söngur hans á frumsýningunni var bældur og leikurinn stífur. Kannski háði sviðsskrekkur eða annar krankleiki honum; hann getur gert betur en þetta, eins og hann hefur margoft sannað. Vonandi á hann eftir að hrökkva í gang á næstu sýningum. Aðrir söngvarar stóðu sig prýðilega. Hrafnhildur Árnadóttir er að mati undirritaðs rísandi stjarna, hún var stórfengleg á Vínartónleikunum síðustu og stóð sig með miklum ágætum nú. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir var einnig með allt á hreinu, og sömu sögu er að segja um Snorra Wium, Odd Arnþór Jónsson og fleiri. Kór Íslensku óperunnar naut sín undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Söngur hans var þéttur og flottur, hljómmikill og hreinn; hann hefur aldrei verið betri. Hann var í hlutverki partígesta og það vantaði ekki stuðið. Hljómsveitin var líka afburðagóð, samspilið nákvæmt og kröftugt undir öruggri stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Bjarni er auðvitað ekki bara hljómsveitarstjóri, heldur ber ábyrgð á því að allir, bæði hljóðfæraleikarar og söngvarar, séu samtaka og tónlistin í heild búi yfir réttu stemningunni. Það er til marks um fagmennsku og hæfileika hans að flæðið í tónlistarflutningnum var í senn grípandi og glæsilegt; maður gleymdi stund og stað. Leikstjórn Oriol Tomas var lifandi; hvergi var dauður punktur (nema í tilviki Hrólfs). Atburðarásin var óheft, spennan ávallt áþreifanleg og sífellt eitthvað athyglisvert sem bar fyrir augu. Búningar voru fagrir og listilegir, eggjandi dansar voru punkturinn yfir i-ið. Sviðsetningin var sérkapítuli út af fyrir sig, kóreógrafían flott og rann ágætlega saman við leikmyndina. Hún var skemmtilega abstrakt, vængir og risastórar pallíettur sem á var varpað síbreytilegum litum og myndskeiðum. Lýsingin skapaði líka hverja litasinfóníuna á fætur annarri. Útkoman var töfraheimur – akkúrat eins og ópera á að vera. La Traviata er enn ein glæsiuppfærsla Íslensku óperunnar síðan Steinunn Birna Ragnarsdóttir tók við stöðu óperustjóra fyrir nokkrum árum. Hún hefur svo sannarlega staðið sig með sóma. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Snilldarleg tónlist Verdis nýtur sín oftast til fulls í magnaðri uppfærslu íslensku óperunnar
Gagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira