Miðahafi í Víkingalottói vann rúma þrjá milljarða króna í útdrætti kvöldsins í Víkingalottói. Hann var með allar sex aðaltölurnar réttar, auk Víkingatölunnar og vann hann 3.027 milljónir.
Einn vann svo rúmar 36 milljónir króna þegar hann landaði 2. vinningi, það er hann var með allar sex aðaltölurnar réttar. Sá miði var einnig seldur í Noregi.
Einn miðahafi á Íslandi var með fimm aðaltölur réttar og hann sá rúmar fjórar milljónir. Miðinn var seldur á N1-stöðinni við Hafnarstræti á Ísafirði.
Fjórir voru með fjórar tölur réttar í réttri röð í Jókernum og unnu þeir 100 þúsund krónur á mann. Miðarnir voru keyptir á Olís-stöðinni við Háaleitisbraut í Reykjavík, N1 í Fossvogi, lotto.is og þá var einn miði seldur í áskrift.
Vinningstölurnar í Víkingalottóinu voru, 8, 9, 15, 22, 31 og 32. Víkingatalan var 2.
Vinningstölurnar í Jókernum voru 2-5-1-9-3.
Norðmaður vann rúma þrjá milljarða
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent




Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent

„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent
