Upphitun: Hörkuslagur um öll sæti Bragi Þórðarson skrifar 13. mars 2019 06:00 Hinn reynslumikli Kimi Raikkonen keppir fyrir Alfa Romeo. vísir/getty Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í fyrsta kappakstur tímabilsins höldum við áfram að fjalla um þau lið etja munu kappi í sumar. Ljóst er frá fyrstu prófunum að slagurinn verður mjög harður í ár og verður ómögulegt að spá fyrir um úrslit, sérstaklega í slagnum um neðri sætin.Alfa RomeoÖkumenn: Kimi Raikkonen og Antonio GiovinazziVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 48 Alfa Romeo snýr aftur sem bílasmiður í Formúlu 1 í ár, en ítalski bílaframleiðandinn keypti Sauber liðið í vetur. Rétt eins og Williams hefur liðið skipt út báðum ökuþórum sínum. Það var mikill fengur fyrir liðið að fá reynsluboltann Kimi Raikkonen frá Ferrari í skiptum fyrir Charles Leclerc. Finninn á eftir að geta aðstoðað liðið mikið með þróunina á nýja bílnum og Antonio Giovinazzi getur verið virkilega sáttur með að fá ráð frá 39 ára reynsluboltanum. Alfa Romeo C38 bíllinn var sjötti hraðasti bíllinn í prófunum á Spáni fyrir tímabilið. Það lofar góðu fyrir lið sem ætlar að reyna bæta sig frá síðastliðnu ári er liðið lenti í áttunda sæti bílasmiða.Sergio Perez keyrir á þessum glæsilega bíl.vísir/gettyRacing PointÖkumenn: Sergio Perez og Lance StrollVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 52 Force India liðið fór á hausinn eftir hálft tímabil í fyrra og úr varð Racing Point. Þrátt fyrir að liðið byrjaði einungis að safna stigum eftir belgíska kappaksturinn í fyrra náði það þó sjöunda sæti í keppni bílasmiða. Útlitið er þó ekki jafn gott í ár ef marka má tíma úr prófunum. Racing Point bílarnir enduðu í 14. og 17. sæti í prófununum á Katalóníu brautinni á Spáni. Mexíkóbúinn Sergio Perez heldur sæti sínu í liðinu en nýr liðsfélagi hans er Lance Stroll. Það lá alltaf í loftinu að Stroll fengi hitt sætið þar sem faðir hans keypti liðið síðasta sumar.Carlos Sainz er einn ökuþóra McLaren.vísir/gettyMcLarenÖkumenn: Carlos Sainz og Lando NorrisVél: RenaultStigafjöldi árið 2018: 62 Miklar sviptingar hafa verið á ökuþóramarkaðnum í vetur og er McLaren enn eitt liðið sem mætir til leiks með tvo nýja ökumenn. Liðið fékk Carlos Sainz frá Renault og liðsfélagi hans verður hinn 19 ára Lando Norris. Norris er einn eftirsóttasti ökumaðurinn í Formúlunni í dag og verður virkilega áhugavert að sjá hvort að hann standist undir væntingum. Eitt er víst, að MCL34 bíllinn er hraður. Sainz og Norris settu reglulega hröðustu hringi í prófunum og stefnir því í að McLaren færi sig nær slagnum um fyrsta sætið í ár. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála er formúlan fer í gang. Æfingarnar verða í beinni á föstudaginn, tímatakan á laugardaginn og keppnin sjálf á laugardagskvöldið.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin Formúla Tengdar fréttir Allir sammála um að Ferrari eru hraðastir Í Formúlu 1 nú til dags fá liðin aðeins átta daga til að prófa bíla sýna fyrir hvert tímabil. 5. mars 2019 18:45 Upphitun: Baráttan á botninum Upphitun hafin fyrir Formúlu 1. 12. mars 2019 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í fyrsta kappakstur tímabilsins höldum við áfram að fjalla um þau lið etja munu kappi í sumar. Ljóst er frá fyrstu prófunum að slagurinn verður mjög harður í ár og verður ómögulegt að spá fyrir um úrslit, sérstaklega í slagnum um neðri sætin.Alfa RomeoÖkumenn: Kimi Raikkonen og Antonio GiovinazziVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 48 Alfa Romeo snýr aftur sem bílasmiður í Formúlu 1 í ár, en ítalski bílaframleiðandinn keypti Sauber liðið í vetur. Rétt eins og Williams hefur liðið skipt út báðum ökuþórum sínum. Það var mikill fengur fyrir liðið að fá reynsluboltann Kimi Raikkonen frá Ferrari í skiptum fyrir Charles Leclerc. Finninn á eftir að geta aðstoðað liðið mikið með þróunina á nýja bílnum og Antonio Giovinazzi getur verið virkilega sáttur með að fá ráð frá 39 ára reynsluboltanum. Alfa Romeo C38 bíllinn var sjötti hraðasti bíllinn í prófunum á Spáni fyrir tímabilið. Það lofar góðu fyrir lið sem ætlar að reyna bæta sig frá síðastliðnu ári er liðið lenti í áttunda sæti bílasmiða.Sergio Perez keyrir á þessum glæsilega bíl.vísir/gettyRacing PointÖkumenn: Sergio Perez og Lance StrollVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 52 Force India liðið fór á hausinn eftir hálft tímabil í fyrra og úr varð Racing Point. Þrátt fyrir að liðið byrjaði einungis að safna stigum eftir belgíska kappaksturinn í fyrra náði það þó sjöunda sæti í keppni bílasmiða. Útlitið er þó ekki jafn gott í ár ef marka má tíma úr prófunum. Racing Point bílarnir enduðu í 14. og 17. sæti í prófununum á Katalóníu brautinni á Spáni. Mexíkóbúinn Sergio Perez heldur sæti sínu í liðinu en nýr liðsfélagi hans er Lance Stroll. Það lá alltaf í loftinu að Stroll fengi hitt sætið þar sem faðir hans keypti liðið síðasta sumar.Carlos Sainz er einn ökuþóra McLaren.vísir/gettyMcLarenÖkumenn: Carlos Sainz og Lando NorrisVél: RenaultStigafjöldi árið 2018: 62 Miklar sviptingar hafa verið á ökuþóramarkaðnum í vetur og er McLaren enn eitt liðið sem mætir til leiks með tvo nýja ökumenn. Liðið fékk Carlos Sainz frá Renault og liðsfélagi hans verður hinn 19 ára Lando Norris. Norris er einn eftirsóttasti ökumaðurinn í Formúlunni í dag og verður virkilega áhugavert að sjá hvort að hann standist undir væntingum. Eitt er víst, að MCL34 bíllinn er hraður. Sainz og Norris settu reglulega hröðustu hringi í prófunum og stefnir því í að McLaren færi sig nær slagnum um fyrsta sætið í ár. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála er formúlan fer í gang. Æfingarnar verða í beinni á föstudaginn, tímatakan á laugardaginn og keppnin sjálf á laugardagskvöldið.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin
Formúla Tengdar fréttir Allir sammála um að Ferrari eru hraðastir Í Formúlu 1 nú til dags fá liðin aðeins átta daga til að prófa bíla sýna fyrir hvert tímabil. 5. mars 2019 18:45 Upphitun: Baráttan á botninum Upphitun hafin fyrir Formúlu 1. 12. mars 2019 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Allir sammála um að Ferrari eru hraðastir Í Formúlu 1 nú til dags fá liðin aðeins átta daga til að prófa bíla sýna fyrir hvert tímabil. 5. mars 2019 18:45