Úr búrinu: Tekur Gunnar loksins stóra skrefið um helgina? Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 13. mars 2019 10:00 Gunnar tók ljónsöskrið í Toronto. Það fær vonandi að heyrast í O2 Arena á laugardag. vísir/getty Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. Í september verða liðin sjö ár síðan ungur og gríðarlega spennandi bardagakappi frá Íslandi barðist í fyrsta sinn fyrir UFC. Gunnar hengdi þá DaMarques Johnson í Nottingham og var kominn á kortið. Hann fylgdi þeim sigri síðan eftir með þremur sigrum og var kominn á radarinn hjá kóngunum hjá UFC. Þeir voru gríðarlega spenntir og til í að veðja á Gunnar. Þeim fannst allt spennandi við hann. Skiljanlega.Gunnar að klára Johnson í sínum fyrsta UFC bardaga.vísir/gettyHann er allt öðruvísi týpa en flestir aðrir í UFC, kemur frá áhugaverðu landi og er geggjaður í búrinu. Því fékk Gunnar þann heiður að vera aðalnúmerið á stóru kvöldi í Stokkhólmi. Það var þann 4. október árið 2014 og andstæðingurinn var hinn reyndi Rick Story. Gunnar var því miður ekki til í þann reynslubolta og tapaði sínum fyrsta bardaga. Hann lærði þó mikið af honum og viðurkenndi að hafa verið orðinn of góður með sig og ekki mætt nægilega vel undirbúinn. Þetta tap hægði á frama hans enda auðveldara að auglýsa ósigraða menn. Fyrsta tapið var sárt.Rick Story var fyrstur til þess að hafa betur gegn Gunnari.vísir/gettySumarið 2015 var Gunnar svo mættur til Las Vegas þar sem hann mætti spennandi bardagakappa í Brandon Thatch. Þar sýndi Gunnar allt aðrar hliðar en í Stokkhólmi. Var stórkostlegur. Kýldi Tatch niður í fyrstu lotu og hengdi hann svo í kjölfarið. Geggjuð frammistaða sem tekið var eftir. Það er skammt stórra högga á milli hjá UFC og dyrnar opnuðust aftur upp á gátt. Þær eiga það til að opnast jafn fljótt og þær lokast. Metnaðarfullur Gunnar bað næst um brasilíska glímuskrímslið Demian Maia. Það hafði enginn átt roð í Maia í gólfinu en Gunnar ætlaði að sýna að það væri nýr kóngur í gólfinu. Maia var alls ekki á því að gefa eftir krúnuna og hreinlega lék sér að okkar manni í þrjár lotur. Brassinn var allt of stór biti á þessum tímapunkti en Gunnar vissi samt vel að sigur á honum hefði opnað dyrnar í aðalgaurana. Aftur neyddist hann til þess að taka skref til baka.Gunnar var hrikalega flottur gegn Tumenov.vísir/gettyÁrið 2016 barðist Gunnar aðeins einu sinni en sá bardagi var frábær hjá honum. Hann pakkaði þá Albert Tumenov saman í Rotterdam. Alls konar utanaðkomandi aðstæður, flestar óheppilegar fyrir Gunnar, gerðu það að verkum að hann var í vandræðum með að fá bardaga og það gegn mönnunum sem hann vildi helst berjast við. Þetta var erfiður tími. Í mars árið 2017 sættist hann á að berjast við Alan Jouban, til þess að fá eitthvað að gera, og hann sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Jouban og vann. Annan bardagann í röð fékk hann verðlaun fyrir bestu frammistöðu kvöldsins.Svindlið hjá Ponzinibbio gerði Íslendinga brjálaða og Gunnar þar á meðal.vísir/gettyFlott tækifæri kom sumarið 2017 er hann barðist við Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio. Ekki þarf að rifja upp fyrir neinum hvernig það fór. Argentínumaðurinn potaði augun nánast úr Gunnari og náði svo að rota hann. Fyrsta skiptið sem Gunnar er rotaður í búrinu. Viðbjóðslegt svindl og Ponzinibbio varð óvinur íslensku þjóðarinnar númer eitt. Vonandi fær Gunni að jafna leikinn einn daginn. Bardaginn var kærður en menn skelltu skollaeyrum við málflutningi Gunnars þrátt fyrir sláandi sönnunargögn. Þetta tap stóð og margir byrjuðu að efast um að hann hefði það sem þurfti til að komast í hóp þeirra allra bestu. Hann var orðinn frétt gærdagsins. Þetta var eins svekkjandi og það gat orðið. Svo hvarf Gunnar í langan tíma og berst ekki aftur fyrr en í desember á síðasta ári. Þá héldu margir sérfræðingarnir að hann yrði lítið annað en fallbyssufóður fyrir brasilíska kúrekann, Alex Oliveira. Annað kom heldur betur á daginn og Gunnar sýndi að hann er enn að bæta sig sem bardagamaður.Gunnar er tilbúinn fyrir risabardaga helgarinnar.vísir/gettyNú fær Gunnar aftur tækifæri til þess að koma sér í hóp þeirra bestu þar sem hann getur raunverulega sannreynt hversu góður hann er. Ef hann hefur ekki betur gegn Edwards þá á hann eðlilega ekkert erindi þangað. Gunnar hefur því miður ekki enn náð því að vinna mann á topp tíu lista UFC. Gunnar er orðinn þrítugur. Hann er reynslumikill og er enn að bæta sig. Fyrir bardagann í desember tók hann líkamlega þáttinn sérstaklega í gegn og hafði aldrei litið betur út. Það er enn rými fyrir bætingar og með þessa reynslu og hæfileika er hann hættulegt dýr. Sigur gegn Edwards neglir honum upp listann og örugglega á topp tíu. Hlutirnir virðast loksins vera að falla fyrir okkar mann sem stundum hefur verið óheppinn með atburðarrásina. Hann hefur aldrei verið flottari, er að fá bardaga með stuttu millibili og það gegn alvöru manni sem einnig ætlar sér langt. Nú þarf að grípa gæsina. Ef Gunnar nýtir tækifærið þá gæti þetta orðið árið þar sem hann springur loksins almennilega út og sýnir heiminum hversu ofboðslega öflugur hann sé. Ég er orðinn fáranlega spenntur fyrir þessum bardaga og hef tröllatrú á okkar manni sem fyrr.Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans. MMA Tengdar fréttir Gunnar lentur í London Það er farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards og Gunnar lenti í London í dag. Klár til þess að taka þátt í fjörinu. 12. mars 2019 15:06 Edwards: Dansinn var fyndinn hjá Gunna Það var létt yfir Bretanum Leon Edwards, sem berst við Gunnar Nelson um helgina, er Vísir spjallaði við hann á hóteli bardagakappanna í London. 13. mars 2019 12:30 Gunnari var hent beint í vinnu í London Gunnar Nelson var varla lentur í London í gær er UFC var búið að setja hann í fyrsta verkefni bardagavikunnar. 13. mars 2019 07:00 Tæp ein og hálf milljón búin að horfa á Gunnar dansa í spandexgallanum Árshátíðarmyndband Mjölnismanna hefur heldur betur vakið athygli erlendis. 13. mars 2019 11:30 Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC Gunnar Nelson er hlaðinn lofi í aðdraganda bardagans á móti Leon Edwards. 12. mars 2019 14:15 Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Sjá meira
Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. Í september verða liðin sjö ár síðan ungur og gríðarlega spennandi bardagakappi frá Íslandi barðist í fyrsta sinn fyrir UFC. Gunnar hengdi þá DaMarques Johnson í Nottingham og var kominn á kortið. Hann fylgdi þeim sigri síðan eftir með þremur sigrum og var kominn á radarinn hjá kóngunum hjá UFC. Þeir voru gríðarlega spenntir og til í að veðja á Gunnar. Þeim fannst allt spennandi við hann. Skiljanlega.Gunnar að klára Johnson í sínum fyrsta UFC bardaga.vísir/gettyHann er allt öðruvísi týpa en flestir aðrir í UFC, kemur frá áhugaverðu landi og er geggjaður í búrinu. Því fékk Gunnar þann heiður að vera aðalnúmerið á stóru kvöldi í Stokkhólmi. Það var þann 4. október árið 2014 og andstæðingurinn var hinn reyndi Rick Story. Gunnar var því miður ekki til í þann reynslubolta og tapaði sínum fyrsta bardaga. Hann lærði þó mikið af honum og viðurkenndi að hafa verið orðinn of góður með sig og ekki mætt nægilega vel undirbúinn. Þetta tap hægði á frama hans enda auðveldara að auglýsa ósigraða menn. Fyrsta tapið var sárt.Rick Story var fyrstur til þess að hafa betur gegn Gunnari.vísir/gettySumarið 2015 var Gunnar svo mættur til Las Vegas þar sem hann mætti spennandi bardagakappa í Brandon Thatch. Þar sýndi Gunnar allt aðrar hliðar en í Stokkhólmi. Var stórkostlegur. Kýldi Tatch niður í fyrstu lotu og hengdi hann svo í kjölfarið. Geggjuð frammistaða sem tekið var eftir. Það er skammt stórra högga á milli hjá UFC og dyrnar opnuðust aftur upp á gátt. Þær eiga það til að opnast jafn fljótt og þær lokast. Metnaðarfullur Gunnar bað næst um brasilíska glímuskrímslið Demian Maia. Það hafði enginn átt roð í Maia í gólfinu en Gunnar ætlaði að sýna að það væri nýr kóngur í gólfinu. Maia var alls ekki á því að gefa eftir krúnuna og hreinlega lék sér að okkar manni í þrjár lotur. Brassinn var allt of stór biti á þessum tímapunkti en Gunnar vissi samt vel að sigur á honum hefði opnað dyrnar í aðalgaurana. Aftur neyddist hann til þess að taka skref til baka.Gunnar var hrikalega flottur gegn Tumenov.vísir/gettyÁrið 2016 barðist Gunnar aðeins einu sinni en sá bardagi var frábær hjá honum. Hann pakkaði þá Albert Tumenov saman í Rotterdam. Alls konar utanaðkomandi aðstæður, flestar óheppilegar fyrir Gunnar, gerðu það að verkum að hann var í vandræðum með að fá bardaga og það gegn mönnunum sem hann vildi helst berjast við. Þetta var erfiður tími. Í mars árið 2017 sættist hann á að berjast við Alan Jouban, til þess að fá eitthvað að gera, og hann sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Jouban og vann. Annan bardagann í röð fékk hann verðlaun fyrir bestu frammistöðu kvöldsins.Svindlið hjá Ponzinibbio gerði Íslendinga brjálaða og Gunnar þar á meðal.vísir/gettyFlott tækifæri kom sumarið 2017 er hann barðist við Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio. Ekki þarf að rifja upp fyrir neinum hvernig það fór. Argentínumaðurinn potaði augun nánast úr Gunnari og náði svo að rota hann. Fyrsta skiptið sem Gunnar er rotaður í búrinu. Viðbjóðslegt svindl og Ponzinibbio varð óvinur íslensku þjóðarinnar númer eitt. Vonandi fær Gunni að jafna leikinn einn daginn. Bardaginn var kærður en menn skelltu skollaeyrum við málflutningi Gunnars þrátt fyrir sláandi sönnunargögn. Þetta tap stóð og margir byrjuðu að efast um að hann hefði það sem þurfti til að komast í hóp þeirra allra bestu. Hann var orðinn frétt gærdagsins. Þetta var eins svekkjandi og það gat orðið. Svo hvarf Gunnar í langan tíma og berst ekki aftur fyrr en í desember á síðasta ári. Þá héldu margir sérfræðingarnir að hann yrði lítið annað en fallbyssufóður fyrir brasilíska kúrekann, Alex Oliveira. Annað kom heldur betur á daginn og Gunnar sýndi að hann er enn að bæta sig sem bardagamaður.Gunnar er tilbúinn fyrir risabardaga helgarinnar.vísir/gettyNú fær Gunnar aftur tækifæri til þess að koma sér í hóp þeirra bestu þar sem hann getur raunverulega sannreynt hversu góður hann er. Ef hann hefur ekki betur gegn Edwards þá á hann eðlilega ekkert erindi þangað. Gunnar hefur því miður ekki enn náð því að vinna mann á topp tíu lista UFC. Gunnar er orðinn þrítugur. Hann er reynslumikill og er enn að bæta sig. Fyrir bardagann í desember tók hann líkamlega þáttinn sérstaklega í gegn og hafði aldrei litið betur út. Það er enn rými fyrir bætingar og með þessa reynslu og hæfileika er hann hættulegt dýr. Sigur gegn Edwards neglir honum upp listann og örugglega á topp tíu. Hlutirnir virðast loksins vera að falla fyrir okkar mann sem stundum hefur verið óheppinn með atburðarrásina. Hann hefur aldrei verið flottari, er að fá bardaga með stuttu millibili og það gegn alvöru manni sem einnig ætlar sér langt. Nú þarf að grípa gæsina. Ef Gunnar nýtir tækifærið þá gæti þetta orðið árið þar sem hann springur loksins almennilega út og sýnir heiminum hversu ofboðslega öflugur hann sé. Ég er orðinn fáranlega spenntur fyrir þessum bardaga og hef tröllatrú á okkar manni sem fyrr.Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.
MMA Tengdar fréttir Gunnar lentur í London Það er farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards og Gunnar lenti í London í dag. Klár til þess að taka þátt í fjörinu. 12. mars 2019 15:06 Edwards: Dansinn var fyndinn hjá Gunna Það var létt yfir Bretanum Leon Edwards, sem berst við Gunnar Nelson um helgina, er Vísir spjallaði við hann á hóteli bardagakappanna í London. 13. mars 2019 12:30 Gunnari var hent beint í vinnu í London Gunnar Nelson var varla lentur í London í gær er UFC var búið að setja hann í fyrsta verkefni bardagavikunnar. 13. mars 2019 07:00 Tæp ein og hálf milljón búin að horfa á Gunnar dansa í spandexgallanum Árshátíðarmyndband Mjölnismanna hefur heldur betur vakið athygli erlendis. 13. mars 2019 11:30 Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC Gunnar Nelson er hlaðinn lofi í aðdraganda bardagans á móti Leon Edwards. 12. mars 2019 14:15 Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Sjá meira
Gunnar lentur í London Það er farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards og Gunnar lenti í London í dag. Klár til þess að taka þátt í fjörinu. 12. mars 2019 15:06
Edwards: Dansinn var fyndinn hjá Gunna Það var létt yfir Bretanum Leon Edwards, sem berst við Gunnar Nelson um helgina, er Vísir spjallaði við hann á hóteli bardagakappanna í London. 13. mars 2019 12:30
Gunnari var hent beint í vinnu í London Gunnar Nelson var varla lentur í London í gær er UFC var búið að setja hann í fyrsta verkefni bardagavikunnar. 13. mars 2019 07:00
Tæp ein og hálf milljón búin að horfa á Gunnar dansa í spandexgallanum Árshátíðarmyndband Mjölnismanna hefur heldur betur vakið athygli erlendis. 13. mars 2019 11:30
Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC Gunnar Nelson er hlaðinn lofi í aðdraganda bardagans á móti Leon Edwards. 12. mars 2019 14:15
Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00