Martin ráðinn yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2019 14:51 Martin Ingi var í Rúanda í febrúar þar sem hann var hluti af teymi sjálfboðaliðasamtakanna Team Heart sem framkvæmdu hjartaaðgerðir á sextán ungum einstaklingum. Fréttablaðið/GVA Martin Ingi Sigurðsson hefur verið ráðinn í starf prófessors og yfirlæknis í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskóla Íslands og aðgerðarsvið Landspítala frá 1. mars 2019. Starfið var veitt að fengnu áliti sameiginlegrar valnefndar sem var tilnefnd af forstjóra Landspítala og rektor Háskóla Íslands. Starfið er samhliða starf á Landspítala og við Háskóla Íslands. Auk þess að sinna rannsóknum mun Martin Ingi leiða kennslu læknanema og sérnámslækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum og vinna að þróun klínískrar þjónustu svæfinga- og gjörgæslulækninga innan aðgerðasviðs í samvinnu við aðrar fagstéttir.Martin Ingi SigurðssonMartin Ingi lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Samhliða læknanámi lagði hann stund á doktorsnám í erfðafræði við Háskóla Íslands sem hann lauk með doktorsvörn árið 2011. Að loknu starfi sem deildarlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala árið 2011-2012 hélt hann til Boston í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði sérnám í svæfingalækningum við Brigham and Women’s sjúkrahúsið, eitt kennslusjúkrahúsa Harvard háskólans í Boston. Að loknu því sérnámi árið 2016 hélt Martin Ingi til Durham í Norður-Karolínu þar sem hann bætti við sig sérnámi í svæfingum fyrir hjarta-og lungnaskurðaðgerðir og einnig í gjörgæslulækningum við Duke háskólasjúkrahúsið árin 2016-2018. Hann hefur lokið bandarísku sérfræðiprófunum í svæfingalækningum, hjartaómskoðunum fyrir hjartaskurðaðgerðir og í gjörgæslulækningum. Að sérnámi loknu hóf Martin Ingi störf sem sérfræðilæknir við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala sumarið 2018. Samhliða því hefur hann starfað sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands að verkefnum tengdum rannsóknartengdu framhaldsnámi. Samhliða námi og klínískum störfum hefur Martin Ingi verið afkastamikill vísindamaður, einkum á sviði erfðafræði hjartasjúkdóma og rannsókna á árangri ýmissa skurðaðgerða og afdrifum gjörgæslusjúklinga. Hann hefur komið að leiðbeiningu fjölda nemenda á BS-, meistara- og doktorsstigi. Eftir hann liggja um 70 fræðigreinar með um 1.400 tilvitnanir, þar af 28 sem fyrsti eða síðasti höfundur. Martin Ingi hefur haldið áfram rannsóknum í tengslum við vísindamenn á Harvard og Duke háskólunum auk innlendra verkefna í samstarfi við fjölda vísindamanna á Landspítala. Martin Ingi er giftur Önnu Björnsdóttur taugalækni og eiga þau soninn Björn.Martin Ingi tók þátt í sextán hjartaaðgerðum í Rúanda í febrúar þar sem hann var hluti af sjálfboðaliðasamtökunum Team Heart. Heilbrigðismál Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Martin Ingi Sigurðsson hefur verið ráðinn í starf prófessors og yfirlæknis í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskóla Íslands og aðgerðarsvið Landspítala frá 1. mars 2019. Starfið var veitt að fengnu áliti sameiginlegrar valnefndar sem var tilnefnd af forstjóra Landspítala og rektor Háskóla Íslands. Starfið er samhliða starf á Landspítala og við Háskóla Íslands. Auk þess að sinna rannsóknum mun Martin Ingi leiða kennslu læknanema og sérnámslækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum og vinna að þróun klínískrar þjónustu svæfinga- og gjörgæslulækninga innan aðgerðasviðs í samvinnu við aðrar fagstéttir.Martin Ingi SigurðssonMartin Ingi lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Samhliða læknanámi lagði hann stund á doktorsnám í erfðafræði við Háskóla Íslands sem hann lauk með doktorsvörn árið 2011. Að loknu starfi sem deildarlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala árið 2011-2012 hélt hann til Boston í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði sérnám í svæfingalækningum við Brigham and Women’s sjúkrahúsið, eitt kennslusjúkrahúsa Harvard háskólans í Boston. Að loknu því sérnámi árið 2016 hélt Martin Ingi til Durham í Norður-Karolínu þar sem hann bætti við sig sérnámi í svæfingum fyrir hjarta-og lungnaskurðaðgerðir og einnig í gjörgæslulækningum við Duke háskólasjúkrahúsið árin 2016-2018. Hann hefur lokið bandarísku sérfræðiprófunum í svæfingalækningum, hjartaómskoðunum fyrir hjartaskurðaðgerðir og í gjörgæslulækningum. Að sérnámi loknu hóf Martin Ingi störf sem sérfræðilæknir við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala sumarið 2018. Samhliða því hefur hann starfað sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands að verkefnum tengdum rannsóknartengdu framhaldsnámi. Samhliða námi og klínískum störfum hefur Martin Ingi verið afkastamikill vísindamaður, einkum á sviði erfðafræði hjartasjúkdóma og rannsókna á árangri ýmissa skurðaðgerða og afdrifum gjörgæslusjúklinga. Hann hefur komið að leiðbeiningu fjölda nemenda á BS-, meistara- og doktorsstigi. Eftir hann liggja um 70 fræðigreinar með um 1.400 tilvitnanir, þar af 28 sem fyrsti eða síðasti höfundur. Martin Ingi hefur haldið áfram rannsóknum í tengslum við vísindamenn á Harvard og Duke háskólunum auk innlendra verkefna í samstarfi við fjölda vísindamanna á Landspítala. Martin Ingi er giftur Önnu Björnsdóttur taugalækni og eiga þau soninn Björn.Martin Ingi tók þátt í sextán hjartaaðgerðum í Rúanda í febrúar þar sem hann var hluti af sjálfboðaliðasamtökunum Team Heart.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira