Eiður Smári: Þurfum að hætta þessari neikvæðni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2019 10:49 Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21 í dag. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var í útvarpsviðtali í Harmageddon á X977 í morgun þar sem að hann fór yfir stöðu landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í rúmt ár. Strákarnir okkar unnu ekki leik á árinu 2018 og byrjuðu 2019 á því að spila tvo vináttuleiki í Katar án þess að vinna en næsta verkefni eru tveir leikir í undankeppni EM 2020 á móti Andorra og Frakklandi ytra síðar í mánuðinum. „Við höfum verið í lægð. Það er ekki hægt að neita því. Við megum ekki gleyma því að áður en Erik Hamrén tók við landsliðinu höfðum við ekki unnið sjö til átta landsleiki í röð. Hamrén tekur við á sennilega erfiðasta tímapunkti sem hægt er að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Eiður Smári. Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni en Svíinn tapaði 6-0 í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á móti Sviss og fór í gegnum alla keppnina án þess að ná í stig. Liðið leit ekki vel út í Þjóðadeildinni en var þar að glíma við mikil meiðsli. „Það er hægt að draga mikinn lærdóm af því sem hefur verið að gerast undanfarið. Nú byrjar bara ný keppni og við þurfum að hætta að vera neikvæð og væla yfir öllum hlutum. Leyfum þessu bara að þróast. Um leið og við vinnum tvo til þrjá leiki þá erum við allt í einu orðin frábær aftur,“ segir Eiður Smári. Hann bætir við að Ísland þurfi að breikka hópinn til að fá inn fleiri leikmenn sem setja pressu á þá sem fyrir eru en Eiður starfar í dag sem aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. „Við þurfum að skoða hvar við vorum fyrir einu til tveimur árum og hvað gerðist til að við náðum þessum árangri,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var í útvarpsviðtali í Harmageddon á X977 í morgun þar sem að hann fór yfir stöðu landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í rúmt ár. Strákarnir okkar unnu ekki leik á árinu 2018 og byrjuðu 2019 á því að spila tvo vináttuleiki í Katar án þess að vinna en næsta verkefni eru tveir leikir í undankeppni EM 2020 á móti Andorra og Frakklandi ytra síðar í mánuðinum. „Við höfum verið í lægð. Það er ekki hægt að neita því. Við megum ekki gleyma því að áður en Erik Hamrén tók við landsliðinu höfðum við ekki unnið sjö til átta landsleiki í röð. Hamrén tekur við á sennilega erfiðasta tímapunkti sem hægt er að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Eiður Smári. Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni en Svíinn tapaði 6-0 í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á móti Sviss og fór í gegnum alla keppnina án þess að ná í stig. Liðið leit ekki vel út í Þjóðadeildinni en var þar að glíma við mikil meiðsli. „Það er hægt að draga mikinn lærdóm af því sem hefur verið að gerast undanfarið. Nú byrjar bara ný keppni og við þurfum að hætta að vera neikvæð og væla yfir öllum hlutum. Leyfum þessu bara að þróast. Um leið og við vinnum tvo til þrjá leiki þá erum við allt í einu orðin frábær aftur,“ segir Eiður Smári. Hann bætir við að Ísland þurfi að breikka hópinn til að fá inn fleiri leikmenn sem setja pressu á þá sem fyrir eru en Eiður starfar í dag sem aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. „Við þurfum að skoða hvar við vorum fyrir einu til tveimur árum og hvað gerðist til að við náðum þessum árangri,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira