Hviður allt að 40 metrum á sekúndu: Mikil hætta á foktjóni í óvenju mikilli veðurhæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:04 Vindaspáin fyrir klukkan níu í kvöld er ekki frýnileg. veðurstofa íslands Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi og hríð um nánast allt land síðdegis í dag, í kvöld og nótt. Búast má við vegalokunum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurofsans. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið þar sem spár gera ráð fyrir meðalvindi sem fer yfir 30 metra á sekúndu í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Þá gætu snarpar vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu á stöku stað, til að mynda í Öræfum og þar austur af og undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum eru svo gular viðvaranir í gildi vegna óveðursins.Nánar um viðvaranir Veðurstofunnar hér. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurhæðin sé óvenju mikil og því sé mikil hætta á foktjóni og skemmdum. Vegagerðin hefur gefið það út að síðdegis megi búast við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Ef til lokana kemur má búast við að þær muni standa fram undir hádegi á morgun. Óveðrið er tilkomið vegna krapprar lægðar sem nú nálgast landið úr suðri. Fólk er beðið um að fara með ýtrustu gát, festa vel niður allt sem getur fokið og forðast að vera á bersvæði á þeim slóðum þar sem veðrið gengur yfir. Þá mun veðrið hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.Leið 51 (Reykjavík-Höfn) – Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavík fellur niður. Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar ekur aðeins til Hvolsvallar.Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn) – Herjólfur siglir til og frá Þorlákshöfn í stað Landeyjarhafnar. Leið 52 ekur því aðeins til og frá Hvolsvelli. Aukaferðir frá Mjódd og til Þorlákshafnar verða farnar kl. 10:00 og 17:30.Leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) – Ferðin kl. 15:50 frá Akureyri til Egilsstaða verður flýtt vegna veðurs. Ferðin fer kl. 13:30 í dag. Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austlæg átt með morgninum og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigningu. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan hvassviðri S-lands seinni partinn, en stormur eða rok þar í kvöld og nótt. Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en einnig útlit fyrir norðaustanstorm þar í nótt. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn, annars víða 0 til 6 stiga frost.Dregur smám saman úr vindi á morgun, norðan hvassviðri upp úr hádegi með snjókomu N-lands, slyddu með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Hlýnar heldur. Mun hægari vindur annað kvöld.Á þriðjudag:Norðaustan 15-23 m/s. Él um N-vert landið og rigning með A-ströndinni, annars að mestu þurrt. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 2 til 7 stig S-til, en annars nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðaustanátt og úrkomulítið, 8-15 m/s seinni partinn og byrjar að rigna eða slydda um S- og V-vert landið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 4 stig með S-ströndinni. Á fimmtudag:Stíf austlæg átt með slyddu eða snjókomu víða, en rigningu syðst. Hiti breytist lítið. Á föstudag:Allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um frostmark. Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi og hríð um nánast allt land síðdegis í dag, í kvöld og nótt. Búast má við vegalokunum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurofsans. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið þar sem spár gera ráð fyrir meðalvindi sem fer yfir 30 metra á sekúndu í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Þá gætu snarpar vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu á stöku stað, til að mynda í Öræfum og þar austur af og undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum eru svo gular viðvaranir í gildi vegna óveðursins.Nánar um viðvaranir Veðurstofunnar hér. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurhæðin sé óvenju mikil og því sé mikil hætta á foktjóni og skemmdum. Vegagerðin hefur gefið það út að síðdegis megi búast við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Ef til lokana kemur má búast við að þær muni standa fram undir hádegi á morgun. Óveðrið er tilkomið vegna krapprar lægðar sem nú nálgast landið úr suðri. Fólk er beðið um að fara með ýtrustu gát, festa vel niður allt sem getur fokið og forðast að vera á bersvæði á þeim slóðum þar sem veðrið gengur yfir. Þá mun veðrið hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.Leið 51 (Reykjavík-Höfn) – Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavík fellur niður. Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar ekur aðeins til Hvolsvallar.Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn) – Herjólfur siglir til og frá Þorlákshöfn í stað Landeyjarhafnar. Leið 52 ekur því aðeins til og frá Hvolsvelli. Aukaferðir frá Mjódd og til Þorlákshafnar verða farnar kl. 10:00 og 17:30.Leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) – Ferðin kl. 15:50 frá Akureyri til Egilsstaða verður flýtt vegna veðurs. Ferðin fer kl. 13:30 í dag. Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austlæg átt með morgninum og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigningu. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan hvassviðri S-lands seinni partinn, en stormur eða rok þar í kvöld og nótt. Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en einnig útlit fyrir norðaustanstorm þar í nótt. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn, annars víða 0 til 6 stiga frost.Dregur smám saman úr vindi á morgun, norðan hvassviðri upp úr hádegi með snjókomu N-lands, slyddu með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Hlýnar heldur. Mun hægari vindur annað kvöld.Á þriðjudag:Norðaustan 15-23 m/s. Él um N-vert landið og rigning með A-ströndinni, annars að mestu þurrt. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 2 til 7 stig S-til, en annars nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðaustanátt og úrkomulítið, 8-15 m/s seinni partinn og byrjar að rigna eða slydda um S- og V-vert landið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 4 stig með S-ströndinni. Á fimmtudag:Stíf austlæg átt með slyddu eða snjókomu víða, en rigningu syðst. Hiti breytist lítið. Á föstudag:Allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um frostmark.
Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent