Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2019 20:00 Vinnumálastofnun. Vísir/Vilhelm Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina, en félagsmálaráðherra segir að það sé meðal annars hugsað til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. 315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um helmingur starfsemi flugafgreiðsluþjónustu Airport Associates snéri að verkefnum tengdum WOW air og því varð ljóst strax í gær að gera þyrfti miklar breytingar en um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Það eru 315 sem eru að fá uppsagnarbréf og stór hluti af því fólki fær boð um eitthvað annað,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Við erum að segja upp stórum hluta, við þurfum að breyta vöktum og jafnvel að breyta starfshlutfalli. Við erum að reyna að milda þetta högg með því að halda fleirum í vinnu sem þýðir það að starfshlutfall hjá einhverjum gæti skerst.“ Ljóst er að brotthvarf WOW air hafa gríðarleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum en ætla má að um sex til sjö hundruð störf séu húfi á svæðinu. „Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru svona hluti af einhverju sorgarferli. Augljóslega þá erum við ekki bara með okkar fólk sem er í hálfgerðu sjokki heldur er líka fullt af fólki sem er að missa vinnuna í kringum okkur. Við vorum búin að vinna lengi með WOW og starfsfólki WOW og ég held að allir þekki einhvern, og sérstaklega hérna á þessu svæði á Suðurnesjum, þá kemur þetta við flestar fjölskyldur. Það er einhver í fjölskyldunni sem er tengdur einhverjum sem er að missa vinnuna.“Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar ört Fleiri hópuppsagnir hafa verið í dag en til dæmis sagði Byggingafélag Gylfa og Gunnars upp 40 starfsmönnum og líklegt þykir að fleiri fyrirtæki grípi til uppsagna. Frá því í gærmorgun og til klukkan fjögur í dag höfðu 679 sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun, þar af 554 sem störfuðu hjá WOW air. Talan fer ört hækkandi. „Við höfum bent fólki á að fara bara inn á heimasíðu Vinnumálastofnunar og sækja um þar, það er einfaldast,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í dag en félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið veita Vinnumálastofnun 80 milljónir í tímabundið framlag og þar af fara 15 milljónir til þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. „Við höfum aldrei á einum degi séð eins margar umsóknir um atvinnuleysisbætur á einum degi heldur eins og var í gær, eðli málsins samkvæmt,“ segir Ásmundur. Fjármagnið sé hugsað til þess að styrkja þjónustuskrifstofur stofnunarinnar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina, en félagsmálaráðherra segir að það sé meðal annars hugsað til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. 315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um helmingur starfsemi flugafgreiðsluþjónustu Airport Associates snéri að verkefnum tengdum WOW air og því varð ljóst strax í gær að gera þyrfti miklar breytingar en um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Það eru 315 sem eru að fá uppsagnarbréf og stór hluti af því fólki fær boð um eitthvað annað,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Við erum að segja upp stórum hluta, við þurfum að breyta vöktum og jafnvel að breyta starfshlutfalli. Við erum að reyna að milda þetta högg með því að halda fleirum í vinnu sem þýðir það að starfshlutfall hjá einhverjum gæti skerst.“ Ljóst er að brotthvarf WOW air hafa gríðarleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum en ætla má að um sex til sjö hundruð störf séu húfi á svæðinu. „Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru svona hluti af einhverju sorgarferli. Augljóslega þá erum við ekki bara með okkar fólk sem er í hálfgerðu sjokki heldur er líka fullt af fólki sem er að missa vinnuna í kringum okkur. Við vorum búin að vinna lengi með WOW og starfsfólki WOW og ég held að allir þekki einhvern, og sérstaklega hérna á þessu svæði á Suðurnesjum, þá kemur þetta við flestar fjölskyldur. Það er einhver í fjölskyldunni sem er tengdur einhverjum sem er að missa vinnuna.“Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar ört Fleiri hópuppsagnir hafa verið í dag en til dæmis sagði Byggingafélag Gylfa og Gunnars upp 40 starfsmönnum og líklegt þykir að fleiri fyrirtæki grípi til uppsagna. Frá því í gærmorgun og til klukkan fjögur í dag höfðu 679 sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun, þar af 554 sem störfuðu hjá WOW air. Talan fer ört hækkandi. „Við höfum bent fólki á að fara bara inn á heimasíðu Vinnumálastofnunar og sækja um þar, það er einfaldast,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í dag en félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið veita Vinnumálastofnun 80 milljónir í tímabundið framlag og þar af fara 15 milljónir til þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. „Við höfum aldrei á einum degi séð eins margar umsóknir um atvinnuleysisbætur á einum degi heldur eins og var í gær, eðli málsins samkvæmt,“ segir Ásmundur. Fjármagnið sé hugsað til þess að styrkja þjónustuskrifstofur stofnunarinnar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57
80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00