Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 18:57 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vÍSIR/VILHELM Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir sambandið fylgjast vel með því að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot flugfélagsins WOW air sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu, í ljósi fjölmargra uppsagna sem greint hefur verið frá í gær og í dag. Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forsetans. Fall WOW air og uppsagnir fyrirtækja í kjölfar þess eru útgangspunktar pistilsins að þessu sinni. Drífa segir áhyggjur nú snúa að starfsfólkinu sem misst hefur vinnuna, bæði hjá flugfélaginu sjálfu og öðrum fyrirtækjum. Um 1100 manns misstu vinnuna hjá WOW air en aldrei hefur fleiri verið sagt upp á einu bretti í Íslandssögunni, að sögn Vinnumálastofnunar. „Í dag hef ég setið fundi með fyrrum starfsfólki WOW air, bæði hjá Flugfreyjufélagi Íslands og VR en það eru stéttarfélög stærstu hópanna sem misstu vinnu vegna gjaldþrots WOW. Fjölmargar spurningar vakna og ótti um að geta ekki framfleytt sér og sínum er auðvitað ráðandi,“ segir Drífa í pistli sínum. Þannig skipti miklu máli að eiga bakhjarl í sínu stéttarfélagi og leita þangað með spurningar um réttindi sín. Þá verði fylgst grannt með fyrirtækjum sem ætli sér að milda höggið með því að endurskipuleggja vaktir, endurráða starfsfólk eða segja upp viðbótarsamningum í stað þess að grípa til fjöldauppsagna. „Vel er fylgst með því að fyrirtæki séu ekki að nota gjaldþrot WOW sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu en auðvitað er staðan alvarleg víða,“ segir Drífa.Pistil Drífu má lesa í heild hér að neðan. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir sambandið fylgjast vel með því að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot flugfélagsins WOW air sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu, í ljósi fjölmargra uppsagna sem greint hefur verið frá í gær og í dag. Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forsetans. Fall WOW air og uppsagnir fyrirtækja í kjölfar þess eru útgangspunktar pistilsins að þessu sinni. Drífa segir áhyggjur nú snúa að starfsfólkinu sem misst hefur vinnuna, bæði hjá flugfélaginu sjálfu og öðrum fyrirtækjum. Um 1100 manns misstu vinnuna hjá WOW air en aldrei hefur fleiri verið sagt upp á einu bretti í Íslandssögunni, að sögn Vinnumálastofnunar. „Í dag hef ég setið fundi með fyrrum starfsfólki WOW air, bæði hjá Flugfreyjufélagi Íslands og VR en það eru stéttarfélög stærstu hópanna sem misstu vinnu vegna gjaldþrots WOW. Fjölmargar spurningar vakna og ótti um að geta ekki framfleytt sér og sínum er auðvitað ráðandi,“ segir Drífa í pistli sínum. Þannig skipti miklu máli að eiga bakhjarl í sínu stéttarfélagi og leita þangað með spurningar um réttindi sín. Þá verði fylgst grannt með fyrirtækjum sem ætli sér að milda höggið með því að endurskipuleggja vaktir, endurráða starfsfólk eða segja upp viðbótarsamningum í stað þess að grípa til fjöldauppsagna. „Vel er fylgst með því að fyrirtæki séu ekki að nota gjaldþrot WOW sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu en auðvitað er staðan alvarleg víða,“ segir Drífa.Pistil Drífu má lesa í heild hér að neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43