Sjáðu gjörsamlega ótrúlegt högg Tiger Woods Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2019 08:30 Tiger Woods er engum líkur. vísir/getty Tiger Woods sannaði á miðvikudagskvöldið hann er enn þá með töfra í höndunum þegar að hann lagði Aaron Wise í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni sem fram fer í Austin í Texas og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Tiger lagði Aaron Wise, nýliða ársins á PGA-mótaröðinni, í fyrsta leik þar sem að Tiger bauð upp á eitt ótrúlegasta högg sem sést hefur í langan tíma. Hann lenti upp við vegg og út í runna við flötina á tíundu holu en brautin er par fjögur. Það var lítið mál fyrir Tiger sem að fór á hnén, sneri kylfunni öfugt en náði samt sem áður að setja boltann rétt við holuna og pútta svo fyrir pari. Þetta virtist taka Wise úr sambandi því hann þrípúttaði á næstu holu og aftur á 17. holunni sem gerði það að verkum að Tiger vann leikinn. Hann tapaði aftur á móti fyrir Brandt Snedeker og stefnir allt í að Tiger verji ekki titilinn sinn á mótinu. Höggið ótrúlega má sjá hér að neðan. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods sannaði á miðvikudagskvöldið hann er enn þá með töfra í höndunum þegar að hann lagði Aaron Wise í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni sem fram fer í Austin í Texas og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Tiger lagði Aaron Wise, nýliða ársins á PGA-mótaröðinni, í fyrsta leik þar sem að Tiger bauð upp á eitt ótrúlegasta högg sem sést hefur í langan tíma. Hann lenti upp við vegg og út í runna við flötina á tíundu holu en brautin er par fjögur. Það var lítið mál fyrir Tiger sem að fór á hnén, sneri kylfunni öfugt en náði samt sem áður að setja boltann rétt við holuna og pútta svo fyrir pari. Þetta virtist taka Wise úr sambandi því hann þrípúttaði á næstu holu og aftur á 17. holunni sem gerði það að verkum að Tiger vann leikinn. Hann tapaði aftur á móti fyrir Brandt Snedeker og stefnir allt í að Tiger verji ekki titilinn sinn á mótinu. Höggið ótrúlega má sjá hér að neðan.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira