Golf

Ólafur mun aðstoða Brodie 

Hjörvar Ólafsson skrifar
Ólafur Björn Loftsson.
Ólafur Björn Loftsson. Vísir/GVA
Golf­sam­band Íslands hef­ur samið við Ólaf Björn Lofts­son um að hann verði aðstoðarmaður nýráðins af­reks­stjóra GSÍ. Greg­or Brodie tók við starfi af­reks­stjóra GSÍ fyrr á þessu ári og mun Ólafur Björn verða honum innan handar. Það var golf.is sem greindi frá þessu.

Ólaf­ur Björn hef­ur lengi verið í fremstu röð af­rek­skylf­inga á Íslandi. Hann varð Íslands­meist­ari í golfi árið 2009 og fetaði þar með í fót­spor föður síns, Lofts Ólafs­son­ar.

Ólaf­ur mun starfa sem fram­kvæmda­stjóri PGA á Íslandi sam­hliða því að leika sem at­vinnukylf­ing­ur og sitja á skólabekk í PGA kenn­ara­skól­an­um á Íslandi.

Ólaf­ur er einn reynslu­mesti landsliðsmaður Íslands í flokki áhuga­kylf­inga og hann er eini ís­lenski kylf­ing­ur­inn sem hef­ur fengið tæki­færi til að keppa á PGA-mótaröðinni í Banda­ríkj­un­um.

„Við erum mjög ánægð að fá Ólaf til liðs við okk­ur og erum full­viss um að þeir í sam­ein­ingu með öllu því góða fag­fólki sem starfar í golf­klúbb­um lands­ins og fag­teymi GSÍ muni færa okk­ar af­rek­skylf­ing­um og íþrótt­inni í heild mikið á kom­andi miss­er­um,“ seg­ir Brynj­ar Eldon Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri GSÍ, í samtali við golf.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×