Körfubolti

Höttur komið yfir gegn Hamri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar.
Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar. vísir/anton
Höttur tók forystuna gegn Hamri í úrslitakeppni fyrstu deildar karla en Höttur er nú komið í 2-1 í undanúrslitaviðureigninni eftir 105-94 sigur í Hveragerði í kvöld.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik í kvöld. Staðan var jöfn, 29-29, eftir fyrsta leikhlutann en heimamenn í Hamri leiddu 58-52 í hálfleik.

Höttur minnkaði muninn um þrjú stig fyrir lokaleikhlutann en steig svo rosalega á bensíngjöfina í fjórða leikhlutanum og gerðu út um leikinn. Lokaölur, 105-94.

Charles Clark og Dino Stipcic voru stigahæstur í liði Hattar með 23 stig. Charles bætti einnig við sex fráköstum og sjö stoðsendingum en Dino tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Í liði heimamanna var það Everage Lee Richardson sem var stigahæstur með nítján stig og sjö stoðsendingar. Julian Rajic gerði átján stig og tók tíu fráköst.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni er Fjölnir 2-0 yfir gegn Vestra. Þriðji leikurinn í þeirri viðureign fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×