Þetta er fyrri leikur liðanna í undankeppni EM 2020 en sá síðari fer fram á Laugardalsvellinum í október. Liðin unnu bæði fyrsta leikinn sinn í riðlakeppninni.
Það er ljóst að það væri erfitt að spila leikinn í Laugardalnum um þessar mundir enda hefur snjór legið yfir vellinum síðustu daga.
Knattspyrnusamband Íslands notaði tækifærið og henti spurning á Frakka á Twitter-síðu sinni í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Að sjálfsögðu kom Víkingaklappið við sögu.
Home sweet home.
Wouldn't you rather want to be playing the game in Iceland @equipedefrance@UEFAEURO#fyririsland#EURO2020Qualifierspic.twitter.com/GzZBtPYCiO
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2019