Baráttunni gegn ISIS „alls ekki lokið“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 19:45 Rifinn fáni Íslamska ríkisins liggur í jörðinni nærri Baghouz. AP/Maya Alleruzzo Paul LaCamera, æðsti hershöfðingi bandalagsins gegn Íslamska ríkinu, segir það sögulegan áfanga að hafa sigrað kalífadæmi ISIS. Bandalagið hafi frá 2014 tekið nærri því 110 þúsund ferkílómetra af hryðjuverkasamtökunum og frelsað vel á átta milljónir manna undan oki þeirra. Þrátt fyrir það sé baráttunni alls ekki lokið. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að aðildarríki þessi hrósi Syrian Democratic Forces, regnhlífarsamtök ýmissa aðila í Sýrlandi sem eru leidd af sýrlenskum Kúrdum, fyrir baráttu þeirra gegn vígamönnum ISIS og fyrir að frelsa síðustu borgarana úr síðasta bæ samtakanna. SDF lýstu því yfir í dag að ISIS-liðar hefðu verið sigraðir í bænum Baghouz í austurhluta Sýrlands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði lýst því yfir í gærkvöldi.Sjá einnig: Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til„Endalok hins svokallaða kalífadæmis er sögulegt hernaðarafrek sem myndaði stærsta bandalag sögunnar, en baráttunni gegn Daesh [annað heiti hryðjuverkasamtakanna] og ofbeldisfullri öfgastarfsemi er alls ekki lokið,“ er haft eftir LeCamera í yfirlýsingunni.Hann sagði einnig að þær 74 þjóðir og þau fimm alþjóðlegum samtök sem mynda bandalagið gegn ISIS gætu ekki lagt árar í bát. Leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að senda marga vígamenn sína í felur og þeir bíði nú eftir því að geta stungið kollinum upp á nýjan leik. Tímalína þar sem stiklað er á stóru varðandi þróun kalífadæmisins.Á undanförnum mánuði hafa rúmlega sextíu þúsund ISIS-liðar, fjölskyldur þeirra og aðrir stuðningsmenn samtakanna gefist upp í Baghouz. LaCamera segir að þetta fólk muni ekki láta auðveldlega af öfgum sínum og það verði heilmikið verkefni að koma þessu fólki aftur út í samfélagið. Þar þurfi allir í bandalaginu að hjálpast að. Til að reka ganga frá Íslamska ríkinu fyrir fullt og allt þurfi að veita íbúum Írak og norðausturhluta Sýrlands stuðning og sigra þurfi hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Þá hefur Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ekki fundist enn. Hann er talinn hafa flúið frá Baghouz á undanförnum mánuðum og vera í felum í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak. Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar ekki af baki dottnir Vígamenn hryðjuverkasamtakanna eru í felum í Sýrlandi og Írak og bíða þess að Bandaríkin fari á brott. 5. febrúar 2019 11:09 Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30 ISIS-liðar gefast upp í massavís Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. 12. mars 2019 23:00 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 ISIS-liðar sýna mátt sinn í Írak Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. 22. febrúar 2019 12:58 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Paul LaCamera, æðsti hershöfðingi bandalagsins gegn Íslamska ríkinu, segir það sögulegan áfanga að hafa sigrað kalífadæmi ISIS. Bandalagið hafi frá 2014 tekið nærri því 110 þúsund ferkílómetra af hryðjuverkasamtökunum og frelsað vel á átta milljónir manna undan oki þeirra. Þrátt fyrir það sé baráttunni alls ekki lokið. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að aðildarríki þessi hrósi Syrian Democratic Forces, regnhlífarsamtök ýmissa aðila í Sýrlandi sem eru leidd af sýrlenskum Kúrdum, fyrir baráttu þeirra gegn vígamönnum ISIS og fyrir að frelsa síðustu borgarana úr síðasta bæ samtakanna. SDF lýstu því yfir í dag að ISIS-liðar hefðu verið sigraðir í bænum Baghouz í austurhluta Sýrlands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði lýst því yfir í gærkvöldi.Sjá einnig: Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til„Endalok hins svokallaða kalífadæmis er sögulegt hernaðarafrek sem myndaði stærsta bandalag sögunnar, en baráttunni gegn Daesh [annað heiti hryðjuverkasamtakanna] og ofbeldisfullri öfgastarfsemi er alls ekki lokið,“ er haft eftir LeCamera í yfirlýsingunni.Hann sagði einnig að þær 74 þjóðir og þau fimm alþjóðlegum samtök sem mynda bandalagið gegn ISIS gætu ekki lagt árar í bát. Leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að senda marga vígamenn sína í felur og þeir bíði nú eftir því að geta stungið kollinum upp á nýjan leik. Tímalína þar sem stiklað er á stóru varðandi þróun kalífadæmisins.Á undanförnum mánuði hafa rúmlega sextíu þúsund ISIS-liðar, fjölskyldur þeirra og aðrir stuðningsmenn samtakanna gefist upp í Baghouz. LaCamera segir að þetta fólk muni ekki láta auðveldlega af öfgum sínum og það verði heilmikið verkefni að koma þessu fólki aftur út í samfélagið. Þar þurfi allir í bandalaginu að hjálpast að. Til að reka ganga frá Íslamska ríkinu fyrir fullt og allt þurfi að veita íbúum Írak og norðausturhluta Sýrlands stuðning og sigra þurfi hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Þá hefur Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ekki fundist enn. Hann er talinn hafa flúið frá Baghouz á undanförnum mánuðum og vera í felum í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak.
Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar ekki af baki dottnir Vígamenn hryðjuverkasamtakanna eru í felum í Sýrlandi og Írak og bíða þess að Bandaríkin fari á brott. 5. febrúar 2019 11:09 Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30 ISIS-liðar gefast upp í massavís Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. 12. mars 2019 23:00 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 ISIS-liðar sýna mátt sinn í Írak Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. 22. febrúar 2019 12:58 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
ISIS-liðar ekki af baki dottnir Vígamenn hryðjuverkasamtakanna eru í felum í Sýrlandi og Írak og bíða þess að Bandaríkin fari á brott. 5. febrúar 2019 11:09
Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51
Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30
Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30
ISIS-liðar gefast upp í massavís Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. 12. mars 2019 23:00
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
ISIS-liðar sýna mátt sinn í Írak Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. 22. febrúar 2019 12:58
„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54