Innlent

Ljósmyndir ársins 2018

Samúel Karl Ólason skrifar
Verðlaunin voru veitt í sjö flokkum.
Verðlaunin voru veitt í sjö flokkum.
Sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði í Smáralind í dag. Við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Þau voru veitt í sjö flokkum auk bestu myndar ársins.

Mynd ársins 2018 tók Heiða Helgadóttir, ljósmyndari Stundarinnar og er það mynd af Adrian Valentín, einhverfum dreng sem situr í strætó og fylgist með umhverfinu. Myndin er hluti af myndaseríu sem valin var myndasería ársins og fjallar um tvíburabræðurna Adam Eilíf og Adrían Valentín sem eru nýorðnir ellefu ára.

Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Haraldur Jónasson sem átti bestu mynd í fréttaflokki, Heiða Helgadóttir sem átti myndröð ársins og portrait ársins, Sigtryggur Ari Jóhannsson sem átti bestu íþróttamynd ársins, Eyþór Árnason sem tók bestu umhverfismynd ársins, Aldís Pálsdóttir sem fangaði bestu mynd í flokki daglegs lífs og Hallur Karlsson sem tók tímaritamynd ársins 2018.

Sjö dómarar völdu 106 myndir á sýninguna í ár úr 840 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Þeir völdu þar að auki sigurmynd í hverjum flokki og mynd ársins. Dómnefndina í ár skipuðu þau Bára Kristinsdóttir, Brynjar Gauti Sveinsson, Jóhanna Guðrún Árnadóttir, Jón Guðmundsson, Pétur Thomsen og Þorkell Þorkelsson og Mads Greve kennari við Dmjx sem jafnframt var formaður dómnefndar.

Sýninguna má finna á neðri hæð Smáralindar og stendur hún yfir til 4. apríl.

Mynd ársins 2018 tók Heiða Helgadóttir, ljósmyndari Stundarinnar og er það mynd af Adrian Valentín, einhverfum dreng sem situr í strætó og fylgist með umhverfinu.Heiða Helgadóttir
Fréttamynd ársins.Haraldur Jónasson
Portraitmynd ársins.Heiða Helgadóttir
Íþróttamynd ársins.Sigtryggur Ari
Umhverfismynd ársins.Eyþór Árnason
Besta myndin ní flokki daglegs lífs.Aldís Pálsdóttir
Tímaritsmynd ársins.Hallur Karlsson
Mynd úr myndaseríu ársins.Heiða Helgadóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×