Innlent

Röskun á akstri Strætó í aftakaveðri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nokkrar leiðir falla niður í dag.
Nokkrar leiðir falla niður í dag. Vísir/Hanna
Aftakaveður á landinu í dag mun hafa áhrif á akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó.

Leiðirnar eru eftirtaldar:

Leið 56: Akureyri – Egilsstaðir

Allar ferðir falla niður í dag.

Leið 57: Reykjavík - Akureyri

Fyrri ferðin frá Reykjavík til Akureyrar ekur aðeins að Bifröst.

Fyrri ferðin frá Akureyri til Reykjavíkur fellur niður.

Leið 51: Reykjavík – Höfn í Hornafirði

Ferðin frá Reykjvík til Hafnar í Hornafirði ekur aðeins að Hvolsvelli, eins og staðan er núna.

Ferðin frá Höfn til Reykjavíkur fellur niður.

Farþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó eða Twitter-reikningi Strætó.

Gul viðvörun Veurstofu Íslands er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Ströndum og norðurlandi vestra, Suðausturlandi. Á miðhálendinu eru gular viðvaranir einnig í gildi og á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, og á Austfjörðum er síðan appelsínugul viðvörun, þar sem búist er við stórhríð.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×