Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2019 19:45 Neytendur ólöglegra fíkniefna í æð geta gert það í öruggu neyslurými undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Þingmenn voru almennt jákvæðir gagnvart frumvarpinu þegar ráðherra mælti fyrir því á Alþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag sem felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. „Neyslurými er skilgreint í þessu frumvarpi sem lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar átján ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingarvarna,” sagði Svandís.Starfrækt víða um Evrópu Neyslurými sem þessi hafa verið starfrækt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þau gefist vel. Dregið úr götuglæpum og dauðsföll vegna ofnotkunar hafa minnkað mikið eða horfið. En heilbrigðisráðherra segir eitt markmiða frumvarpsins einmitt vera að draga úr þeim skaða sem neysla þessarra efna hefur á neytendurna sjálfa og umhverfi þeirra. Um 450 einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar á hverju ári og þörfin fyrir þjónustuna fari vaxandi en þar geta fíklar ekki neytt efnanna. „Þá hef ég ákveðið nú þegar að veita 50 milljónum króna styrk til stofnunar og reksturs neyslurýmis á grundvelli þessara laga þar sem þörfin er talin hvað brýnust,” tilkynnti heilbrigðisráðherra. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni lýstu stuðningi sínum við málið en spurðu meðal annars út í samstarf við lögregluna við framkvæmdina. Píratar fagna þessu skrefi en vilja ganga lengra enda hefði stefnan í málaflokknum lítið breyst frá árinu 1974.Halldóra ánægð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, sagði til að mynda að neytendum ætti að vera heimilt að hafa á sér tiltekið magn neysluskammta. „Ég vil svo hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til frekari dáða í því að stíga hér áfram braut skaðaminnkunar og afglæpavæðingar. Ef markmiðið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á samkennd og umhyggju fyrir náunganum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut,” sagði Halldóra. Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss, ræddi fíkniefnastríðið við Heimi Má Pétursson fréttamann í Íslandi í dag hinn 21. maí 2015 en hún var þá stödd hér á landi í boði Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Dreifuss situr ásamt rúmlega tuttugu fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á heimsbyggðina um að breyta stefnunni í fíkniefnamálum. Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Neytendur ólöglegra fíkniefna í æð geta gert það í öruggu neyslurými undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Þingmenn voru almennt jákvæðir gagnvart frumvarpinu þegar ráðherra mælti fyrir því á Alþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag sem felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. „Neyslurými er skilgreint í þessu frumvarpi sem lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar átján ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingarvarna,” sagði Svandís.Starfrækt víða um Evrópu Neyslurými sem þessi hafa verið starfrækt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þau gefist vel. Dregið úr götuglæpum og dauðsföll vegna ofnotkunar hafa minnkað mikið eða horfið. En heilbrigðisráðherra segir eitt markmiða frumvarpsins einmitt vera að draga úr þeim skaða sem neysla þessarra efna hefur á neytendurna sjálfa og umhverfi þeirra. Um 450 einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar á hverju ári og þörfin fyrir þjónustuna fari vaxandi en þar geta fíklar ekki neytt efnanna. „Þá hef ég ákveðið nú þegar að veita 50 milljónum króna styrk til stofnunar og reksturs neyslurýmis á grundvelli þessara laga þar sem þörfin er talin hvað brýnust,” tilkynnti heilbrigðisráðherra. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni lýstu stuðningi sínum við málið en spurðu meðal annars út í samstarf við lögregluna við framkvæmdina. Píratar fagna þessu skrefi en vilja ganga lengra enda hefði stefnan í málaflokknum lítið breyst frá árinu 1974.Halldóra ánægð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, sagði til að mynda að neytendum ætti að vera heimilt að hafa á sér tiltekið magn neysluskammta. „Ég vil svo hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til frekari dáða í því að stíga hér áfram braut skaðaminnkunar og afglæpavæðingar. Ef markmiðið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á samkennd og umhyggju fyrir náunganum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut,” sagði Halldóra. Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss, ræddi fíkniefnastríðið við Heimi Má Pétursson fréttamann í Íslandi í dag hinn 21. maí 2015 en hún var þá stödd hér á landi í boði Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Dreifuss situr ásamt rúmlega tuttugu fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á heimsbyggðina um að breyta stefnunni í fíkniefnamálum.
Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira