Leiknismenn segja KSÍ hafa lagt blessun sína yfir fordóma Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2019 12:58 Þórarinn Ingi Valdimarsson slapp með skrekkinn og Leiknismönnum er ekki skemmt. vísir/bára Forsvarsmenn fótboltafélagsins Leiknis í Breiðholti eru vægast sagt ósáttir með afgreiðslu máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þar slapp Stjörnumaðurinn við frekari refsingu eftir ljótt atvik sem kom upp í leik Leiknis og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þórarinn fékk rautt spjald í leiknum fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar en Ingólfur hefur verið mjög opinskár um baráttu sína við geðræn vandamál. Þórarinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en slapp við lengra bann. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði það sem að Þórarinn sagði og sendi hann umsvifalaust í sturtu en Þórarinn baðst afsökunar á ummælum sínum eftir að Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.pic.twitter.com/debadshRLv — Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019 Breiðhyltingar skilja ekki hvernig KSÍ gat horft framhjá eigin reglugerð um aga- og úrskurðarmál og benda þar á 16. grein regluverksins sem virðist nokkuð skýr á pappír. 16. greinin hljóðar svo: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.“ Sem fyrr segir ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ekkert að gera í málinu en Leiknismönnum er ekki skemmt og senda þeir knattspyrnusambandinu væna pillu í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu félagsins. „Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum,“ segir í yfirlýsingunni en mikið magn innflytjenda æfir og spilar með félaginu. „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segja Leiknismenn en alla yfirlýsinguna má lesa hér. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43 Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Forsvarsmenn fótboltafélagsins Leiknis í Breiðholti eru vægast sagt ósáttir með afgreiðslu máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þar slapp Stjörnumaðurinn við frekari refsingu eftir ljótt atvik sem kom upp í leik Leiknis og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þórarinn fékk rautt spjald í leiknum fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar en Ingólfur hefur verið mjög opinskár um baráttu sína við geðræn vandamál. Þórarinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en slapp við lengra bann. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði það sem að Þórarinn sagði og sendi hann umsvifalaust í sturtu en Þórarinn baðst afsökunar á ummælum sínum eftir að Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.pic.twitter.com/debadshRLv — Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019 Breiðhyltingar skilja ekki hvernig KSÍ gat horft framhjá eigin reglugerð um aga- og úrskurðarmál og benda þar á 16. grein regluverksins sem virðist nokkuð skýr á pappír. 16. greinin hljóðar svo: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.“ Sem fyrr segir ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ekkert að gera í málinu en Leiknismönnum er ekki skemmt og senda þeir knattspyrnusambandinu væna pillu í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu félagsins. „Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum,“ segir í yfirlýsingunni en mikið magn innflytjenda æfir og spilar með félaginu. „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segja Leiknismenn en alla yfirlýsinguna má lesa hér.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43 Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43