„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 11:45 Guðbrandur Einarsson kveður LÍV. Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. Eftir fund félaganna í húsakynnum ríkissáttasemjara ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV. Hann vandar VR ekki kveðjurnar og efast um að raunverulegur vilji sé hjá forsvarsmönnum félagsins til að ná samningum. „Ég leit þannig á að við værum komin með góðan grunn að gerð kjarasamnings og að við gætum landað alveg ágætis samningi fyrir hönd verslunarmanna í landinu. Ég hafði hins vegar ekki stuðning í það og því taldi ég eðlilegt að slíta viðræðum og að fara frá sem formaður landsambandsins.“ Guðbrandur útskýrir að LÍV samanstandi af 12 félögum, þeirra langstærst er VR. „Þrátt fyrir að þau [VR] séu með kjarasamningsgerð sína á sinni könnu þá verðum við auðvitað að vera samstíga í þessu ferli. Við vorum það því miður ekki við gerð þessa samnings,“ segir Guðbrandur og undirstrikar þannig það sem fram kom í yfirlýsingu hans í morgun um hinn „verulega meiningarmun“ milli LÍV og VR.„Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi.VRÁttar sig ekki á vegferð VR „Við vorum líka að ná fram leiðréttingu á launatöflum sem hefði gagnast okkar fólki mjög vel og þá sérstaklega fólki sem starfar í ferðaþjónustu.“ Það hafi hins vegar ekki verið vilji til að halda viðræðunum áfram - „og því fór sem fór.“ Guðbrandur segist því geta viðurkennt að hann sé ósáttur við framgöngu VR í þessum viðræðum. „Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða vegferð VR er að fara núna. Ég hef átt fínt og gott samstarf við félagið í tvo áratugi en ég skil ekki þá pólítik sem rekin er í VR þessa dagana,“ segir Guðbrandur. Hann segist þeirrar skoðunar að VR hefði átt að leggja ríkari áherslu á það í vinnu sinni síðustu vikur að landa kjarasamningi, það sé ábyrgðarhluti að blása til verkfalla. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvort að fólk hafi raunverulegan vilja til að landa kjarasamningi.“ Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki hafa verið í neinum samskiptum við sig í dag vegna þessara nýjustu vendinga. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að það hafi ekki verið gott samband milli forystu LÍV og VR.“ Kjaramál Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. Eftir fund félaganna í húsakynnum ríkissáttasemjara ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV. Hann vandar VR ekki kveðjurnar og efast um að raunverulegur vilji sé hjá forsvarsmönnum félagsins til að ná samningum. „Ég leit þannig á að við værum komin með góðan grunn að gerð kjarasamnings og að við gætum landað alveg ágætis samningi fyrir hönd verslunarmanna í landinu. Ég hafði hins vegar ekki stuðning í það og því taldi ég eðlilegt að slíta viðræðum og að fara frá sem formaður landsambandsins.“ Guðbrandur útskýrir að LÍV samanstandi af 12 félögum, þeirra langstærst er VR. „Þrátt fyrir að þau [VR] séu með kjarasamningsgerð sína á sinni könnu þá verðum við auðvitað að vera samstíga í þessu ferli. Við vorum það því miður ekki við gerð þessa samnings,“ segir Guðbrandur og undirstrikar þannig það sem fram kom í yfirlýsingu hans í morgun um hinn „verulega meiningarmun“ milli LÍV og VR.„Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi.VRÁttar sig ekki á vegferð VR „Við vorum líka að ná fram leiðréttingu á launatöflum sem hefði gagnast okkar fólki mjög vel og þá sérstaklega fólki sem starfar í ferðaþjónustu.“ Það hafi hins vegar ekki verið vilji til að halda viðræðunum áfram - „og því fór sem fór.“ Guðbrandur segist því geta viðurkennt að hann sé ósáttur við framgöngu VR í þessum viðræðum. „Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða vegferð VR er að fara núna. Ég hef átt fínt og gott samstarf við félagið í tvo áratugi en ég skil ekki þá pólítik sem rekin er í VR þessa dagana,“ segir Guðbrandur. Hann segist þeirrar skoðunar að VR hefði átt að leggja ríkari áherslu á það í vinnu sinni síðustu vikur að landa kjarasamningi, það sé ábyrgðarhluti að blása til verkfalla. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvort að fólk hafi raunverulegan vilja til að landa kjarasamningi.“ Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki hafa verið í neinum samskiptum við sig í dag vegna þessara nýjustu vendinga. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að það hafi ekki verið gott samband milli forystu LÍV og VR.“
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09