Elskendur í útrýmingarbúðum Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 20. mars 2019 14:00 Húðflúrarinn í Auschwitz Höfundur: Heather MorrisÞýðandi: Ólöf PétursdóttirÚtgefandi: Forlagið Blaðsíður: 298 Skáldævisagan Húðf lúrarinn í Auschwitz kom út á frummálinu fyrir rúmu ári. Verkið leit dagsins ljós í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári. Um er að ræða skáldævisögu skrifaða af hinni nýsjálensku Heather Morris, byggða á frásögnum slóvakíska gyðingsins Ludwigs Eisenberg frá árum hans í útrýmingarbúðum nasista. Það er ýmislegt sem gerir Húðflúrarann í Auschwitz frábrugðna öðrum frásögnum af helförinni, en helst er það að verkið er í grunninn ástarsaga tveggja fanga úr búðunum. Aðalsöguhetjan, Ludwig eða Lale, kemur til Auschwitz árið 1943. Fyrir röð tilviljana fær hann það verkefni að húðf lúra númer á aðra fanga í búðunum. Hann kynnist hinni ungu Gitu, þegar hann fær það verkefni að húðf lúra fanganúmer á hana. Húðflúrarinn í Auschwitz verður strax hugfanginn af ungu, ókunnugu konunni og fella þau hugi saman, mitt í skelfingu fangabúðanna. Vegna starfs síns í búðunum nýtur Lale ýmissa „fríðinda“ og tekst meðal annars að smygla inn í búðirnar lyfjum og mat til þess að halda sjálfum sér, en helst öðrum, á lífi. Hryllingurinn og myrkrið í verkinu víkur fyrir voninni og hinni mannlegu þrá til að lifa af og elska í búðunum sem brenndar eru í manna minni og saga hinna ungu elskenda er stórmerkileg. En þrátt fyrir að saga þeirra Lale og Gitu sé mögnuð þá skilar verkið henni ekki fyllilega. Bókin er byggð upp eins og nokkuð einfaldur reyfari eða ódýr ástarsaga sem maður finnur rykugan uppi í bústað. Samtölin eru einföld og oft, sérstaklega í síðari hluta verksins, tilgerðarleg. Lesanda þyrstir eftir meiri dýpt í umhverfið, allar litlu frásagnirnar í verkinu og samtölin. Á sama tíma nær verkið ekki að mála upp sterka mynd af Gitu. Lesandinn fær einungis að sjá hana flata, í gegnum augu Lale. Verkið er að sjálfsögðu skrifað út frá frásögnum Lale, svo það er að vissu leyti skiljanlegt en á sama tíma gerir höfundur tilviljanakenndar tilraunir til að skrifa út frá sjónarhorni Gitu og mistekst það. Verkið gerir sögu Gitu og Lale engan veginn fyllilega skil. Undirrituð getur ekki annað en óskað þess að sögupersónur væru enn á lífi til þess að hægt væri að gera aðra tilraun til að skrifa sögu þeirra. NIÐURSTAÐA: Mögnuð saga í litlausum búningi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Húðflúrarinn í Auschwitz Höfundur: Heather MorrisÞýðandi: Ólöf PétursdóttirÚtgefandi: Forlagið Blaðsíður: 298 Skáldævisagan Húðf lúrarinn í Auschwitz kom út á frummálinu fyrir rúmu ári. Verkið leit dagsins ljós í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári. Um er að ræða skáldævisögu skrifaða af hinni nýsjálensku Heather Morris, byggða á frásögnum slóvakíska gyðingsins Ludwigs Eisenberg frá árum hans í útrýmingarbúðum nasista. Það er ýmislegt sem gerir Húðflúrarann í Auschwitz frábrugðna öðrum frásögnum af helförinni, en helst er það að verkið er í grunninn ástarsaga tveggja fanga úr búðunum. Aðalsöguhetjan, Ludwig eða Lale, kemur til Auschwitz árið 1943. Fyrir röð tilviljana fær hann það verkefni að húðf lúra númer á aðra fanga í búðunum. Hann kynnist hinni ungu Gitu, þegar hann fær það verkefni að húðf lúra fanganúmer á hana. Húðflúrarinn í Auschwitz verður strax hugfanginn af ungu, ókunnugu konunni og fella þau hugi saman, mitt í skelfingu fangabúðanna. Vegna starfs síns í búðunum nýtur Lale ýmissa „fríðinda“ og tekst meðal annars að smygla inn í búðirnar lyfjum og mat til þess að halda sjálfum sér, en helst öðrum, á lífi. Hryllingurinn og myrkrið í verkinu víkur fyrir voninni og hinni mannlegu þrá til að lifa af og elska í búðunum sem brenndar eru í manna minni og saga hinna ungu elskenda er stórmerkileg. En þrátt fyrir að saga þeirra Lale og Gitu sé mögnuð þá skilar verkið henni ekki fyllilega. Bókin er byggð upp eins og nokkuð einfaldur reyfari eða ódýr ástarsaga sem maður finnur rykugan uppi í bústað. Samtölin eru einföld og oft, sérstaklega í síðari hluta verksins, tilgerðarleg. Lesanda þyrstir eftir meiri dýpt í umhverfið, allar litlu frásagnirnar í verkinu og samtölin. Á sama tíma nær verkið ekki að mála upp sterka mynd af Gitu. Lesandinn fær einungis að sjá hana flata, í gegnum augu Lale. Verkið er að sjálfsögðu skrifað út frá frásögnum Lale, svo það er að vissu leyti skiljanlegt en á sama tíma gerir höfundur tilviljanakenndar tilraunir til að skrifa út frá sjónarhorni Gitu og mistekst það. Verkið gerir sögu Gitu og Lale engan veginn fyllilega skil. Undirrituð getur ekki annað en óskað þess að sögupersónur væru enn á lífi til þess að hægt væri að gera aðra tilraun til að skrifa sögu þeirra. NIÐURSTAÐA: Mögnuð saga í litlausum búningi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira