Golf

Kuchar og Kisner mætast í úrslitum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kuchar vill endurtaka leikinn frá 2013 þegar hann vann HM í holukeppni.
Kuchar vill endurtaka leikinn frá 2013 þegar hann vann HM í holukeppni. vísir/getty
Bandaríkjamennirnir Matt Kuchar og Kevin Kisner mætast í úrslitum heimsmeistaramótsins í holukeppni sem fer fram í Austin í Texas.

Kuchar vann mótið fyrir sex árum og getur bætt öðrum titli við í kvöld. Sýnt verður beint frá úrslitaviðureigninni á Golfstöðinni. Útsending hefst klukkan 19:00.

Kuchar vann Danann Lucas Bjerregaard í undanúrslitunum í dag. Bjerregaard tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna Tiger Woods í gærkvöldi. Hann varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinum fertuga Kuchar.

Kisner hafði betur gegn Francesco Molinari í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þetta var fyrsta tap þess síðarnefnda í ellefu leikjum í holukeppni. Hann vann alla leiki sína í Ryderbikarnum í fyrra og svo fyrstu fimm leiki sína á HM.

Kisner komst einnig í úrslit mótsins í fyrra. Þar laut hann í lægra haldi fyrir landa sínum, Bubba Watson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×