Lífið

Áttburarnir orðnir tíu ára

Sylvía Hall skrifar
Sex drengir, tvær stúlkur.
Sex drengir, tvær stúlkur. Skjáskot
Nadya Suleman varð heimsfræg fyrir tíu árum síðan þegar hún eignaðist áttbura eftir glasafrjóvgun. Fyrir átti hún sex börn.

Þegar hún fór í glasafrjóvgunina bað hún um að þeir fósturvísar sem voru eftir úr fyrri meðferðum yrðu settir upp en þeir voru alls sex talsins. Við rannsókn á málinu árið 2011 kom í ljós að læknir hennar hafði sett upp alls tólf fósturvísa, en venjan er að hámarki séu tveir til þrír settir upp. Læknirinn var sviptur leyfinu vegna málsins.

Suleman, sem er einstæð móðir, var kölluð „Octomom“ eða áttburamamman af fjölmiðlum og var einkalíf hennar mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum, sérstaklega vestanhafs. Hún dróg sig fljótt úr sviðsljósinu til að ala upp börnin sín fjórtán.

Í janúar á þessu ári fögnuðu áttburarnir, sex drengir og tvær stúlkur, tíu ára afmæli sínu en þau fæddust þann 26. janúar árið 2009.

Í þættinum Sunday Night nú á dögunum opnaði Suleman sig um fjölskyldulífið, meðgönguna og hvernig það hafi verið að takast á við alla athyglina sem fylgdi meðgöngunni.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Suleman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.