Íslenski boltinn

Rakel til HK/Víkings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rakel er aftur komin í rautt.
Rakel er aftur komin í rautt. mynd/hk
Rakel Logadóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari HK/Víkings sem leikur í Pepsi-deild kvenna.

Rakel skrifaði undir tveggja ára samning við HK/Víking. Hún verður þjálfara liðsins, Þórhalli Víkingssyni, til halds og trausts.

Rakel tekur við aðstoðarþjálfarastöðunni af Lidiju Stojkanovic sem hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari serbneska kvennalandsliðsins.

Rakel átti farsælan feril með Val og vann fjölda titla með félaginu. Hún er níundi leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar með 216 leiki. Í þeim skoraði hún 92 mörk. Þá lék Rakel 26 A-landsleiki og skoraði tvö mörk.

HK/Víkingur endaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×