Erlent

Flóttafólki haldið undir brú

Hallgerður Kolbrún E Jóndsóttir skrifar
Hælisleitendum í Bandaríkjunum frá Mið- og Suður-Ameríku hefur fjölgað gríðarlega á síðustu mánuðum.
Hælisleitendum í Bandaríkjunum frá Mið- og Suður-Ameríku hefur fjölgað gríðarlega á síðustu mánuðum. Getty/David McNew
Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. Skýr mynd af ástandinu er á landamærunum í El Paso, Texas, en þar er flóttafólki haldið undir brúnni sem fer frá Mexíkó yfir til Bandaríkjanna, vegna skorts á plássi.

Mikil aukning flóttafólks og hælisleitenda hefur orðið á síðustu vikum og mánuðum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að loka landamærunum ef yfirvöld í Mexíkó gera ekkert til að stöðva fólksflutningana til Bandaríkjanna.

Einn flóttamannanna í El Paso tjáði fréttamanni BBC að hefði hún vitað hvernig ástandið á landamærunum væri hefði hún aldrei flúið frá eigin landi, þótt ástandið þar væri slæmt.

 


Tengdar fréttir

Trump hótar að loka landamærunum

Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×