Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 10:24 Biden var varaforseti Baracks Obama og er talinn líklegur til afreka bjóði hann sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið sakaður um að hafa snert ríkisþingkonu flokksins á óviðeigandi hátt og kysst hana gegn vilja hennar fyrir fimm árum. Biden hefur mælst með einn mesta stuðninginn um mögulega forsetaframbjóðendur flokks síns þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona demókrata í Nevada, birti grein þar sem hún lýsti hegðun Biden í sinn garð á vefsíðunni The Cut í gær. Hún fullyrðir að Biden hafi snert sig og kysst á kosningafundi fyrir framboð hennar til vararíkisstjóra árið 2014. Biden segir hún hafa nálgast hana aftan frá, lagt hendur sínar á herðar hennar og kysst hana aftan á höfuðið þegar hún var að búa sig undir að ávarpa stuðningsmenn. „Hann smellti á mig löngum og miklum kossi aftan á höfuðið. Heilinn minn gat ekki unnið úr því sem var að gerast. Ég var vandræðaleg. Ég var í áfalli. Ég var ringluð,“ skrifar Flores. Hún hafi helst viljað að jörðin gleypti hana en að hún hafi sig hvergi getað hrært. „Ég vildi ekkert heitar en að koma Biden frá mér. Nafnið mitt var kallað upp og ég hef aldrei verið fegnari að fara upp á svið fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. Segist ekki muna eftir atvikinu sem Flores lýsir Talsmaður Biden segir að hvorki hann né starfsmenn hans hafi haft nokkurn grun um að Flores hafi liðið illa nokkurn tímann þegar varaforsetinn studdi framboð hennar í Nevada og þeir muni ekki eftir atvikinu sem hún lýsi. „En Biden varaforseti trúir því að frú Flores hafi fullan rétt á að deila minningum sínum og hugsunum og að það sé breyting til þess betra í samfélagi okkar að hún hafi tækifæri til þess. Hann virðir frú Flores sem sterka og sjálfstæða rödd í stjórnmálunum og óskar henni aðeins þess besta,“ segir í yfirlýsingunni sem Washington Post segir frá. Biden lýsti sjálfum sér sem „stjórnmálamanni snertinga“ í ræðu um miðjan þennan mánuð. „Ég hef alltaf verið það og það kemur mér líka í klandur vegna þess að ég held að ég geti skynjað og bragðað það sem er í gangi,“ sagði varaforseti Baracks Obama. Washington Post rifjar upp að fjöldi mynda og myndbanda sé til að Biden á opinberum samkomum þar sem hann faðmar, kyssir og stendur þétt upp við konur. Þau atvik hafi jafnan verið afskrifuð sem sakleysisleg. Í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári hefur Biden mælst með einn mest fylgi, allt að 25 prósent. Hann hefur þó ekki lýst yfir framboði en talið hefur verið líklegt að hann geri það á næstunni. Bandaríkin MeToo Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið sakaður um að hafa snert ríkisþingkonu flokksins á óviðeigandi hátt og kysst hana gegn vilja hennar fyrir fimm árum. Biden hefur mælst með einn mesta stuðninginn um mögulega forsetaframbjóðendur flokks síns þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona demókrata í Nevada, birti grein þar sem hún lýsti hegðun Biden í sinn garð á vefsíðunni The Cut í gær. Hún fullyrðir að Biden hafi snert sig og kysst á kosningafundi fyrir framboð hennar til vararíkisstjóra árið 2014. Biden segir hún hafa nálgast hana aftan frá, lagt hendur sínar á herðar hennar og kysst hana aftan á höfuðið þegar hún var að búa sig undir að ávarpa stuðningsmenn. „Hann smellti á mig löngum og miklum kossi aftan á höfuðið. Heilinn minn gat ekki unnið úr því sem var að gerast. Ég var vandræðaleg. Ég var í áfalli. Ég var ringluð,“ skrifar Flores. Hún hafi helst viljað að jörðin gleypti hana en að hún hafi sig hvergi getað hrært. „Ég vildi ekkert heitar en að koma Biden frá mér. Nafnið mitt var kallað upp og ég hef aldrei verið fegnari að fara upp á svið fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. Segist ekki muna eftir atvikinu sem Flores lýsir Talsmaður Biden segir að hvorki hann né starfsmenn hans hafi haft nokkurn grun um að Flores hafi liðið illa nokkurn tímann þegar varaforsetinn studdi framboð hennar í Nevada og þeir muni ekki eftir atvikinu sem hún lýsi. „En Biden varaforseti trúir því að frú Flores hafi fullan rétt á að deila minningum sínum og hugsunum og að það sé breyting til þess betra í samfélagi okkar að hún hafi tækifæri til þess. Hann virðir frú Flores sem sterka og sjálfstæða rödd í stjórnmálunum og óskar henni aðeins þess besta,“ segir í yfirlýsingunni sem Washington Post segir frá. Biden lýsti sjálfum sér sem „stjórnmálamanni snertinga“ í ræðu um miðjan þennan mánuð. „Ég hef alltaf verið það og það kemur mér líka í klandur vegna þess að ég held að ég geti skynjað og bragðað það sem er í gangi,“ sagði varaforseti Baracks Obama. Washington Post rifjar upp að fjöldi mynda og myndbanda sé til að Biden á opinberum samkomum þar sem hann faðmar, kyssir og stendur þétt upp við konur. Þau atvik hafi jafnan verið afskrifuð sem sakleysisleg. Í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári hefur Biden mælst með einn mest fylgi, allt að 25 prósent. Hann hefur þó ekki lýst yfir framboði en talið hefur verið líklegt að hann geri það á næstunni.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira