Erlent

Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Erdogan forseti Tyrklands hefur krafist nýrra kosninga í Istanbul.
Erdogan forseti Tyrklands hefur krafist nýrra kosninga í Istanbul. Getty/Mikhail Svetlov
Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. Talningar á atkvæðum í sveitastjórnarkosningum sem fóru fram 31. mars síðastliðinn voru flokknum í óhag.  

Frá þessu greinir Reuters á vef sínum.

Úrslit kosninganna voru á þá leið að CHP-flokkurinn sigraði með um 70.000 atkvæðum, sem mun binda enda á 25 ára stjórn AK-flokksins í borginni.

Frá kosningum hefur AK-flokkurinn óskað ítrekað eftir endurtalningu en kjörstjórnin (YSK) hefur hafnað óskum AK-flokksins um að telja að nýju í 31 kjördæma Istanbúl.

Samþykkt var að endurtelja atkvæði úr aðeins 51 kjörkassa sem voru dreifðir á milli 21 af 39 kjördæmum borgarinnar, sem flokkurinn sagði óskiljanlegt.


Tengdar fréttir

Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl

Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×