Lægð væntanleg um miðja viku en „vorstemning“ eftir helgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2019 07:49 Búast er við stífri austanátt með talsverðri rigningu um miðja viku. Vísir/vilhelm Lítil breyting verður á veðrinu næstu daga, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Áfram má búast við austlægri átt og bjartviðri vestan- og norðanlands en þungbúnara veðri suðaustanlands, skýjað og stöku skúrir eða él. „Dægursveiflan er talsverð, þar sem hiti nær allt að 9 stigum yfir hádaginn en fer víða niður fyrir frostmark að næturlagi einkum þar sem er léttskýjað og hægur vindur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í dag er svo svokallaður grár dagur á höfuðborgarsvæðinu. Vindur er hægur, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu og er því búist við svifryksmengun yfir heilsufarsmörkum við stórar umferðaræðar. Því býður Strætó borgarbúum upp á frían dagspassa í Strætóappinu í dag og er fólk hvatt til að skilja einkabílinn eftir heima.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir 'gráum degi“ á morgun og miklar líkur eru á að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk Strætó mun bjóða fólki að sækja frían dagspassa í Strætóappinu. Passinn birtist undir 'Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. pic.twitter.com/E80qsbwSvN— Strætó (@straetobs) April 7, 2019 Þá mun „fyrirstöðuhæðin“ sem liggur norðaustur af landinu gefa eftir um miðja vikuna. Fyrir vikið verður komin stíf austanátt með talsverðri rigningu í lok vikunnar. Þá er einnig útlit fyrir vætusama helgi. Þegar rýnt er í næstu viku, dymbilviku, eru svo vísbendingar um að hæðarsvæði nái aftur yfirhöndinni kringum landið „með tilheyrandi vorstemningu“.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag og miðvikudag:Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað á N- og V-landi, annars skýjað og stöku skúrir eða él SA-lands. Hiti 2 til 9 stig, en víða næturfrost, einkum á N-verðu landinu. Á fimmtudag:Suðaustan 5-13, hvassast við SV-ströndina. Skýjað og rigning SA-til, en bjartviðri N-lands. Hiti 4 til 10 stig að deginum. Á föstudag:Gengur í suðaustan 10-18, hvassast SV-lands. Rigning eða súld, en úrkomulítið NA-til. Milt veður. Á laugardag:Suðlæg átt, kaldi eða strekkingur og skúrir eða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag (pálmasunnudagur):Suðvestlæg átt með skúrum en léttir til fyrir austan. Kólnandi. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lítil breyting verður á veðrinu næstu daga, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Áfram má búast við austlægri átt og bjartviðri vestan- og norðanlands en þungbúnara veðri suðaustanlands, skýjað og stöku skúrir eða él. „Dægursveiflan er talsverð, þar sem hiti nær allt að 9 stigum yfir hádaginn en fer víða niður fyrir frostmark að næturlagi einkum þar sem er léttskýjað og hægur vindur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í dag er svo svokallaður grár dagur á höfuðborgarsvæðinu. Vindur er hægur, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu og er því búist við svifryksmengun yfir heilsufarsmörkum við stórar umferðaræðar. Því býður Strætó borgarbúum upp á frían dagspassa í Strætóappinu í dag og er fólk hvatt til að skilja einkabílinn eftir heima.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir 'gráum degi“ á morgun og miklar líkur eru á að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk Strætó mun bjóða fólki að sækja frían dagspassa í Strætóappinu. Passinn birtist undir 'Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. pic.twitter.com/E80qsbwSvN— Strætó (@straetobs) April 7, 2019 Þá mun „fyrirstöðuhæðin“ sem liggur norðaustur af landinu gefa eftir um miðja vikuna. Fyrir vikið verður komin stíf austanátt með talsverðri rigningu í lok vikunnar. Þá er einnig útlit fyrir vætusama helgi. Þegar rýnt er í næstu viku, dymbilviku, eru svo vísbendingar um að hæðarsvæði nái aftur yfirhöndinni kringum landið „með tilheyrandi vorstemningu“.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag og miðvikudag:Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað á N- og V-landi, annars skýjað og stöku skúrir eða él SA-lands. Hiti 2 til 9 stig, en víða næturfrost, einkum á N-verðu landinu. Á fimmtudag:Suðaustan 5-13, hvassast við SV-ströndina. Skýjað og rigning SA-til, en bjartviðri N-lands. Hiti 4 til 10 stig að deginum. Á föstudag:Gengur í suðaustan 10-18, hvassast SV-lands. Rigning eða súld, en úrkomulítið NA-til. Milt veður. Á laugardag:Suðlæg átt, kaldi eða strekkingur og skúrir eða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag (pálmasunnudagur):Suðvestlæg átt með skúrum en léttir til fyrir austan. Kólnandi.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira