Golf

Fyrsti sigur Conners á PGA-mótaröðinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Conners sigri hrósandi.
Conners sigri hrósandi. vísir/getty
Corey Conners, 27 ára Kanadamaður, bar sigur úr býtum á Valero Texas Open mótinu sem lauk í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Conners á PGA-mótaröðinni.





Conners lék samtals á 20 höggum undir pari og var tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Charley Hoffman. Með sigrinum tryggði Conners sér sæti á Masters-mótinu sem hefst á fimmtudaginn.

Fyrir lokahringinn í Texas í dag var Si Woo Kim með eins höggs forskot á Conners. Kóreumaðurinn lék sinn versta hring á mótinu og féll fyrir vikið niður í 4. sætið.

Conners gaf hins vegar ekkert eftir og lék á sex höggum undir pari, líkt og í gær, og landaði sigrinum.

Conners var á pari eftir fyrri níu holurnar. Á seinni níu lék hann frábært golf og fékk sex fugla. Eins og sjá má hér fyrir neðan var eiginkona hans afar sátt með sinn mann.





Bandaríkjamennirnir Ryan Moore og Kevin Streelman léku manna best í dag, á átta höggum undir pari. Moore fór upp um sex sæti og í það þriðja á meðan Streelman stökk úr 24. sætinu og í það sjötta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×