Kylfingur lést á hótelherbergi sínu í miðju golfmóti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. apríl 2019 13:30 Arie Irawan var 28 ára gamall og hann lætur eftir sig eiginkonu, Marina. vísir/getty Keppni var hætt á Sanya Championship mótinu á kínversku PGA mótaröðinni eftir að einn kylfinganna í mótinu lést á hótelherbergi sínu. BBC greinr frá því að Arie Irawan, 28 ára kylfingur frá Malasíu, hafi látist á hótelherbergi sínu á kínversku eyjunni Hainan þar sem Sanya Championship mótið fór fram. Tilkynning frá PGA sagði að andlát Irawan hafi að því virðist verið af náttúrulegum sökum en rannsókn á málinu er þó ekki lokið. Irawan hafði verið atvinnukylfingur frá því árið 2013 og hann átti tvo sigra á Asian Development Tour frá því 2015. Hann var úr leik á Sanya Championship eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn. Mótshaldarar ákváðu að aflýsa lokahring mótsins að virðingu við Irawan og fjölskyldu hans og því varð Trevor Sluman krýndur sigurvegari, en hann leiddi mótið eftir 54 holur. „PGA og kínverska golfsambandið syrgja fráfall eins af meðlimum okkar og votta samúð sína til konu Arie, Marina, og foreldra hans,“ sagði í tilkynningu frá PGA. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keppni var hætt á Sanya Championship mótinu á kínversku PGA mótaröðinni eftir að einn kylfinganna í mótinu lést á hótelherbergi sínu. BBC greinr frá því að Arie Irawan, 28 ára kylfingur frá Malasíu, hafi látist á hótelherbergi sínu á kínversku eyjunni Hainan þar sem Sanya Championship mótið fór fram. Tilkynning frá PGA sagði að andlát Irawan hafi að því virðist verið af náttúrulegum sökum en rannsókn á málinu er þó ekki lokið. Irawan hafði verið atvinnukylfingur frá því árið 2013 og hann átti tvo sigra á Asian Development Tour frá því 2015. Hann var úr leik á Sanya Championship eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn. Mótshaldarar ákváðu að aflýsa lokahring mótsins að virðingu við Irawan og fjölskyldu hans og því varð Trevor Sluman krýndur sigurvegari, en hann leiddi mótið eftir 54 holur. „PGA og kínverska golfsambandið syrgja fráfall eins af meðlimum okkar og votta samúð sína til konu Arie, Marina, og foreldra hans,“ sagði í tilkynningu frá PGA.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira