Brúin yfir ána Moju er 860 metra löng en um 200 metra hluti hennar féll í ána eftir að ferjan lenti á einum burðarstólpa brúarinnar. Brúin, sem er að finna í Amasón-regnskóginum, er fjölfarin enda liggur hún í átt að hafnarborginni Belém.
Vitni að slysinu segja að tveir smábílar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir hafa slasast. Kafarar vinna nú hörðum höndum að leit í ánni. Allir fimm áhafnarmeðlimir ferjunnar voru ómeiddir.
Ríkisstjóri Pará, Helder Barbalho lýsti yfir neyðarástandi í kjölfar slyssins. „Forgangur okkar er að leita að fórnarlömbum og styðja við bakið á fjölskyldum þeirra,“
Barbalho birti myndband af brúnni á Twitter-síðu sinni.
Primeiros registros que temos sobre a queda da terceira ponte do Moju. Vou informando vocês por aqui. Neste momento sobrevoando a área com Cel. Dilson da PM, Cel. Hayman e o secretário de Segurança Ualame Machado. pic.twitter.com/OkKRMZRjBq
— Helder Barbalho (@helderbarbalho) April 6, 2019