Án ECMO dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 17:55 Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. ECMO-dæla er hjarta- og lungnavél sem búin er bæði gervilunga og hjartadælu og er beitt þegar sjúklingar er komnir með endastigs hjarta- eða öndunarfærabilun. Þannig getur ECMO-dæla nýst í meðferð sjúklinga með lífshættulega öndunarbilun, t.d. eftir svæsna lungnabólgu, alvarlega áverka eða nær drukknun. Meðferðinni er aðeins beitt þegar öll önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd og þáí lífsbjargandi tilgangi. „Sjúklingarnir eru það veikir að þrátt fyrir að veita fullan stuðning í öndunarvél og með öllum lyfjum sem við höfum í tækjabúrinu þá er þeim ekki hugað líf. Þetta er mjög flókin meðferð þannig við grípum ekki til hennar nema að nauðsyn krefji,“ sagði Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Rannsókn var gerð sem snéri að 17 sjúklingum. Alls lifðu 11 sjúklingar af meðferðina þar af allir þrír sem fengu svínainflúensu. Án ECMO-dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf.Frá Landspítalanum.Fréttablaðið/GVA„Um það bil 2/3 sjúklinganna hafa lifað af meðferðina sem er sambærilegt við stóru sjúkrahúsin erlendis og þau sjúkrahús sem við miðum okkur við, alþjóðlega gagnagrunna og slíkt, þannig við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar,“ sagði Inga Lára. Hvers vegna er mikilvægt að geta boðið upp á svona úrræði hérlendis? „Já það er vegna þess að samkvæmt eðli sjúkdómsins þá er það mjög brátt sem þetta ber að. Innan skamms tíma þurfa þeir á meðferðinni að halda. Það eru þrír klukkutímar með flugi í næsta sjúkrahús erlendis þannig að í rauninni höfum við ekki upp á annað að bjóða en að bjóða upp á þetta hér. Það er fyrir tilstilli vel þjálfaðs og menntaðs starfsfólks sem hægt er að bjóða upp á þessa meðferð hér,“ sagði Inga Lára. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. ECMO-dæla er hjarta- og lungnavél sem búin er bæði gervilunga og hjartadælu og er beitt þegar sjúklingar er komnir með endastigs hjarta- eða öndunarfærabilun. Þannig getur ECMO-dæla nýst í meðferð sjúklinga með lífshættulega öndunarbilun, t.d. eftir svæsna lungnabólgu, alvarlega áverka eða nær drukknun. Meðferðinni er aðeins beitt þegar öll önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd og þáí lífsbjargandi tilgangi. „Sjúklingarnir eru það veikir að þrátt fyrir að veita fullan stuðning í öndunarvél og með öllum lyfjum sem við höfum í tækjabúrinu þá er þeim ekki hugað líf. Þetta er mjög flókin meðferð þannig við grípum ekki til hennar nema að nauðsyn krefji,“ sagði Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Rannsókn var gerð sem snéri að 17 sjúklingum. Alls lifðu 11 sjúklingar af meðferðina þar af allir þrír sem fengu svínainflúensu. Án ECMO-dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf.Frá Landspítalanum.Fréttablaðið/GVA„Um það bil 2/3 sjúklinganna hafa lifað af meðferðina sem er sambærilegt við stóru sjúkrahúsin erlendis og þau sjúkrahús sem við miðum okkur við, alþjóðlega gagnagrunna og slíkt, þannig við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar,“ sagði Inga Lára. Hvers vegna er mikilvægt að geta boðið upp á svona úrræði hérlendis? „Já það er vegna þess að samkvæmt eðli sjúkdómsins þá er það mjög brátt sem þetta ber að. Innan skamms tíma þurfa þeir á meðferðinni að halda. Það eru þrír klukkutímar með flugi í næsta sjúkrahús erlendis þannig að í rauninni höfum við ekki upp á annað að bjóða en að bjóða upp á þetta hér. Það er fyrir tilstilli vel þjálfaðs og menntaðs starfsfólks sem hægt er að bjóða upp á þessa meðferð hér,“ sagði Inga Lára.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira