Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 17:39 Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala. Skjáskot/Kvennablaðið Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. Greinina skrifa forsvarsmenn Kvennablaðsins, þær Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri miðilsins, og Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Forsvarsmenn Kvennablaðsins þakka í greininni þeim blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið frá því að miðillinn hóf göngu sína á netinu í nóvember 2013. Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennablaðsins segir ákvörðunina um að hætta útgáfu Kvennablaðsins hafa verið virkilega þungbæra. Hún hafi þó verið að malla í einhvern tíma. Þrátt fyrir að blaðið sé komið í ótímabundinn dvala segir Soffía að þó væri ekki loku skotið fyrir það að Kvennablaðið yrði endurvakið seinna meir, þær Steinunn ætli þó að safna kröftum og einbeita sér að öðrum verkefnum. Soffía sagði erfitt fyrir lítinn miðil eins og Kvennablaðið að keppa á auglýsingamarkaði enda eigi minni miðlar það til að gleymast.Lesendum þakkað fyrir samfylgdina Greinina má lesa á vef Kvennablaðsins eða hér að neðan:Ágætu lesendur,Kvennablaðið leggst nú í ótímabundinn dvala og af því tilefni viljum við þakka lesendum fyrir samfylgdina. Kvennablaðið vefmiðill hóf göngu sína í nóvember 2013 og lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur en hún endurvakti blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885 og ritstýrði í 25 ár.Undirritaðar, forsvarsmenn Kvennablaðsins, vilja á þessum tímamótum þakka öllum þeim fjölmörgu blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið í launaðri og ólaunaðri vinnu og ber þá að telja sérstaklega Hauk Má Helgason sem ritstýrt hefur blaðinu síðustu misserin, Evu Hauksdóttur, Hlín Einarsdóttur, Andra Þór Sturluson, Atla Þór Fanndal, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Steinunni Ingu Óttarsdóttur, Kristinn Hrafnsson, Kristján Frímann Kristjánsson, Kára Stefánsson, Ingunni Bylgju Einarsdóttur, Einar Steingrímsson, Anton Helga Jónsson, Báru Halldórsdóttur og Tobbu Marinósdóttur.Bestu þakkir fá einnig þeir fjölmörgu sem hafa skrifað greinar í blaðið og sent okkur ábendingar um efni og efnistök á undangengnum sex árum sem og prófarkalesarar þeir sem hafa lagt blaðinu lið.Hjartans þakkir fá þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Aðalsteinsson vefhönnuður, Kristján Steinarsson leynivinur (blessuð sé minning hans) og Þorvaldur Sverrisson fyrir stuðning á trylltum stundum.Við viljum að lokum benda öllum greinarhöfundum Kvennablaðsins að afrita efni sitt ef þeir þess kjósa á allra næstu dögum en eftir um það bil viku verður vefurinn óaðgengilegur.Við þökkum innilega fyrir samstarfið og samfylgdina og vonum að þið njótið sumarsins!Steinunn Ólína & Soffía Steingrímsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. Greinina skrifa forsvarsmenn Kvennablaðsins, þær Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri miðilsins, og Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Forsvarsmenn Kvennablaðsins þakka í greininni þeim blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið frá því að miðillinn hóf göngu sína á netinu í nóvember 2013. Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennablaðsins segir ákvörðunina um að hætta útgáfu Kvennablaðsins hafa verið virkilega þungbæra. Hún hafi þó verið að malla í einhvern tíma. Þrátt fyrir að blaðið sé komið í ótímabundinn dvala segir Soffía að þó væri ekki loku skotið fyrir það að Kvennablaðið yrði endurvakið seinna meir, þær Steinunn ætli þó að safna kröftum og einbeita sér að öðrum verkefnum. Soffía sagði erfitt fyrir lítinn miðil eins og Kvennablaðið að keppa á auglýsingamarkaði enda eigi minni miðlar það til að gleymast.Lesendum þakkað fyrir samfylgdina Greinina má lesa á vef Kvennablaðsins eða hér að neðan:Ágætu lesendur,Kvennablaðið leggst nú í ótímabundinn dvala og af því tilefni viljum við þakka lesendum fyrir samfylgdina. Kvennablaðið vefmiðill hóf göngu sína í nóvember 2013 og lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur en hún endurvakti blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885 og ritstýrði í 25 ár.Undirritaðar, forsvarsmenn Kvennablaðsins, vilja á þessum tímamótum þakka öllum þeim fjölmörgu blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið í launaðri og ólaunaðri vinnu og ber þá að telja sérstaklega Hauk Má Helgason sem ritstýrt hefur blaðinu síðustu misserin, Evu Hauksdóttur, Hlín Einarsdóttur, Andra Þór Sturluson, Atla Þór Fanndal, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Steinunni Ingu Óttarsdóttur, Kristinn Hrafnsson, Kristján Frímann Kristjánsson, Kára Stefánsson, Ingunni Bylgju Einarsdóttur, Einar Steingrímsson, Anton Helga Jónsson, Báru Halldórsdóttur og Tobbu Marinósdóttur.Bestu þakkir fá einnig þeir fjölmörgu sem hafa skrifað greinar í blaðið og sent okkur ábendingar um efni og efnistök á undangengnum sex árum sem og prófarkalesarar þeir sem hafa lagt blaðinu lið.Hjartans þakkir fá þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Aðalsteinsson vefhönnuður, Kristján Steinarsson leynivinur (blessuð sé minning hans) og Þorvaldur Sverrisson fyrir stuðning á trylltum stundum.Við viljum að lokum benda öllum greinarhöfundum Kvennablaðsins að afrita efni sitt ef þeir þess kjósa á allra næstu dögum en eftir um það bil viku verður vefurinn óaðgengilegur.Við þökkum innilega fyrir samstarfið og samfylgdina og vonum að þið njótið sumarsins!Steinunn Ólína & Soffía Steingrímsdóttir
Fjölmiðlar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira