Kylfunum stolið af bílastæði hótelsins aðfaranótt fyrsta risamóts ársins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 12:30 Annie Park mun líklega aldrei skilja kylfurnar eftir í bílnum sínum aftur vísir/getty Kylfingnum Annie Park mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu eftir að kylfum hennar var stolið daginn sem mótið hófst. Hin 23 ára Park hefur farið þrisvar í gegnum niðurskurð á risamóti, hennar besti árangur var 18. sætið á PGA meistaramóti kvenna á síðasta ári. Hún var mætt til suður Kaliforníu tilbúin til þess að keppa á ANA Inspiration risamótinu en vaknaði við slæman draum á fimmtudagsmorgun, morgun fyrsta keppnisdagsins. Kylfunum hennar hafði verið stolið úr bílnum hennar á bílastæði hótelsins. „Ég trúði þessu ekki í fyrstu en þurfti að trúa þessu mjög fljótt. Þeir tóku kylfurnar, töskuna, kúlurnar, hanska, hatt og peysu. Þeir tóku bara allt,“ sagði Park. Hún náði að týna saman kylfusett úr kylfum frá kylfusveininum, auka kylfum sem hún hafði geymt annars staðar og fékk svo nokkrar kylfur með hjálp golfklúbbsins. Kylfurnar voru þó ekki allar eins og best hefði á kosið fyrir hennar sveiflur og fór svo að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og annan hringinn á 6 höggum yfir pari. Hún endaði fimm höggum frá niðurskurðinum. In-Kyung Kim átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með sínar sveiflur og er í forystu í mótinu á átta höggum undir pari eftir tvo daga. Kim verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 4 í kvöld þegar útsending hefst frá þriðja keppnisdegi klukkan 21:00 að íslenskum tíma. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kylfingnum Annie Park mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu eftir að kylfum hennar var stolið daginn sem mótið hófst. Hin 23 ára Park hefur farið þrisvar í gegnum niðurskurð á risamóti, hennar besti árangur var 18. sætið á PGA meistaramóti kvenna á síðasta ári. Hún var mætt til suður Kaliforníu tilbúin til þess að keppa á ANA Inspiration risamótinu en vaknaði við slæman draum á fimmtudagsmorgun, morgun fyrsta keppnisdagsins. Kylfunum hennar hafði verið stolið úr bílnum hennar á bílastæði hótelsins. „Ég trúði þessu ekki í fyrstu en þurfti að trúa þessu mjög fljótt. Þeir tóku kylfurnar, töskuna, kúlurnar, hanska, hatt og peysu. Þeir tóku bara allt,“ sagði Park. Hún náði að týna saman kylfusett úr kylfum frá kylfusveininum, auka kylfum sem hún hafði geymt annars staðar og fékk svo nokkrar kylfur með hjálp golfklúbbsins. Kylfurnar voru þó ekki allar eins og best hefði á kosið fyrir hennar sveiflur og fór svo að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og annan hringinn á 6 höggum yfir pari. Hún endaði fimm höggum frá niðurskurðinum. In-Kyung Kim átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með sínar sveiflur og er í forystu í mótinu á átta höggum undir pari eftir tvo daga. Kim verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 4 í kvöld þegar útsending hefst frá þriðja keppnisdegi klukkan 21:00 að íslenskum tíma.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira