Kim í forystu á fyrsta risamóti ársins 6. apríl 2019 08:09 Kim spilaði vel í gær. Vísir/Getty In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu leiðir með þremur höggum eftir fyrstu tvo dagana á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins sem fer fram í Kaliforníu. Hún er á samtals átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Kim spilaði frábærlega í gær og kom í hús á 65 höggum. Hún fékk alls átta fugla og einn skolla en Kim púttaði einstaklega vel og þurfti aðeins 25 pútt á holunum átján. Hún á sjö sigra að baki á LPGA-mótaröðinni, þar af sigur á Opna breska árið 2017. Hún var hársbreidd frá því að vinna ANA-mótið árið 2012 en missti þá stutt pútt í bráðabana fyrir sigrinum. „Maður getur ekki reiknað með því að allt fari niður,“ sagði hún um púttin sín í dag. „En ég sá línurnar vel og náði að stjórna hraðanum vel.“.@SWEET_IKKIM took advantage of the conditions Friday morning, setting the lead at 8-under before the afternoon wave battled strong winds. We're set up for an exciting #MovingDay at the @ANAinspiration! HIGHLIGHTSpic.twitter.com/pWvk2JZ0PV — LPGA (@LPGA) April 6, 2019 Í öðru sæti er Ástralinn Katherine Kirk sem lék einnig vel í gær. Hún spilaði á 68 höggum og er þremur á eftir Kim á samtals fimm undir pari. Hin bandaríska Lexi Thompson er í 5.-10. sæti á þremur höggum udnir pari, rétt eins og Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans í golfi. Efsti Norðurlandabúinn er Anna Nordqvist frá Svíþjóð sem er ásamt nokkrum öðrum í nítjánda sæti á pari. Hins vegar er landa hennar, Pernilla Lindberg, úr leik þar sem hún missti af niðurskurðinum. Lindberg er ríkjandi meistari á ANA en náði sér ekki á strik í gær. Hún lék á 78 höggum og endaði á sjö höggum yfir pari, tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport 4 í dag. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu leiðir með þremur höggum eftir fyrstu tvo dagana á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins sem fer fram í Kaliforníu. Hún er á samtals átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Kim spilaði frábærlega í gær og kom í hús á 65 höggum. Hún fékk alls átta fugla og einn skolla en Kim púttaði einstaklega vel og þurfti aðeins 25 pútt á holunum átján. Hún á sjö sigra að baki á LPGA-mótaröðinni, þar af sigur á Opna breska árið 2017. Hún var hársbreidd frá því að vinna ANA-mótið árið 2012 en missti þá stutt pútt í bráðabana fyrir sigrinum. „Maður getur ekki reiknað með því að allt fari niður,“ sagði hún um púttin sín í dag. „En ég sá línurnar vel og náði að stjórna hraðanum vel.“.@SWEET_IKKIM took advantage of the conditions Friday morning, setting the lead at 8-under before the afternoon wave battled strong winds. We're set up for an exciting #MovingDay at the @ANAinspiration! HIGHLIGHTSpic.twitter.com/pWvk2JZ0PV — LPGA (@LPGA) April 6, 2019 Í öðru sæti er Ástralinn Katherine Kirk sem lék einnig vel í gær. Hún spilaði á 68 höggum og er þremur á eftir Kim á samtals fimm undir pari. Hin bandaríska Lexi Thompson er í 5.-10. sæti á þremur höggum udnir pari, rétt eins og Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans í golfi. Efsti Norðurlandabúinn er Anna Nordqvist frá Svíþjóð sem er ásamt nokkrum öðrum í nítjánda sæti á pari. Hins vegar er landa hennar, Pernilla Lindberg, úr leik þar sem hún missti af niðurskurðinum. Lindberg er ríkjandi meistari á ANA en náði sér ekki á strik í gær. Hún lék á 78 höggum og endaði á sjö höggum yfir pari, tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport 4 í dag.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira