Dagskrá Hammondhátíðar Djúpavogs opinberuð Andri Eysteinsson skrifar 5. apríl 2019 17:37 Hammondhátíð Aðsend Hammondhátíð Djúpavogs verður sett í fjórtánda sinn fimmtudaginn 25. apríl næstkomandi. Hátíðin sem hefur orðið stærsti menningarviðburður bæjarins var fyrst haldin árið 2006. Hátíðin fer fram frá fimmtudegi til sunnudags og hefur listi yfir þá tónlistarmenn og hljómsveitir sem stíga á stokk verið gefinn út. Markmið Hammondhátíðar Djúpavogs er að heiðra Hammond-orgelið. Eftir því sem hátíðarhaldarar komast næst er um að ræða einu hátíðina á heimsvísu sem tileinkuð er hljóðfærinu. Á upphafskvöldinu mun Dimma spila en Pétur Örn Guðmundsson verður sérstakur gestur og mun leika á títtnefnt Hammond-orgel. Dúndurfréttir leika listir sínar á föstudagskvöldinu, Ensími og Jónas Sig stíga á svið á laugardagskvöldi en á lokatónleikunum á sunnudeginum, sem fram fara í Djúpavogskirkju, mun Lay Low leika ljúfa tóna ásamt Guðmundi Óskari og Tómasi Jónssyni, Hammondséníi. Samkvæmt aðstandendum hátíðarinnar er bærinn fullur af fólki á meðan að á hátíðinni stendur. Auk tónleikanna er fjöldinn allur af utandagskrárviðburðum. Djúpivogur Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hammondhátíð Djúpavogs verður sett í fjórtánda sinn fimmtudaginn 25. apríl næstkomandi. Hátíðin sem hefur orðið stærsti menningarviðburður bæjarins var fyrst haldin árið 2006. Hátíðin fer fram frá fimmtudegi til sunnudags og hefur listi yfir þá tónlistarmenn og hljómsveitir sem stíga á stokk verið gefinn út. Markmið Hammondhátíðar Djúpavogs er að heiðra Hammond-orgelið. Eftir því sem hátíðarhaldarar komast næst er um að ræða einu hátíðina á heimsvísu sem tileinkuð er hljóðfærinu. Á upphafskvöldinu mun Dimma spila en Pétur Örn Guðmundsson verður sérstakur gestur og mun leika á títtnefnt Hammond-orgel. Dúndurfréttir leika listir sínar á föstudagskvöldinu, Ensími og Jónas Sig stíga á svið á laugardagskvöldi en á lokatónleikunum á sunnudeginum, sem fram fara í Djúpavogskirkju, mun Lay Low leika ljúfa tóna ásamt Guðmundi Óskari og Tómasi Jónssyni, Hammondséníi. Samkvæmt aðstandendum hátíðarinnar er bærinn fullur af fólki á meðan að á hátíðinni stendur. Auk tónleikanna er fjöldinn allur af utandagskrárviðburðum.
Djúpivogur Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira