KSÍ undirbýr fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2019 14:30 FIFA-tölvuleikurinn. Mynd/KSÍ Á næstunni eiga tölvuspilarar möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil og komast í íslenska landsliðið. Knattspyrnusamband Íslands hefur verið að skoða rafíþróttir að undanförnu og aðallega í samstarfi og samráði við EA Sports, sem m.a. gefur út FIFA-tölvuleikinn. Mikill áhugi og vöxtur er í rafíþróttageiranum en það hefur kannski vantað meira utanumhald innan íþróttasambandanna. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Knattspyrnusambandið segir frá auknum áhuga innan sinna raða í frétt á heimasíðu sambandsins. Hjá KSÍ hefur stefnan verið sett á fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum. KSÍ sagði nei við FIFA-tölvuleiknum á sínum tíma en það breyttist fyrir tveimur árum. Frá árinu 2017 komst íslenska landsliðið nefnilega inn í FIFA-tölvuleikinn í fyrsta sinn og geta knattspyrnuþyrstir FIFA-spilarar valið íslenska landsliðið í leiknum eftir að samningar náðust milli KSÍ og EA Sports haustið 2017. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög tekið fyrstu skrefin hvað varðar rafíþróttir innan sinna raða og fyrr í mánuðinum samþykkti borgarstjórn Reykjavíkurborgar að vísa tillögu um rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga í Reykjavík til meðferðar hjá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Markmiðið er að „styðja við og styrkja þau félög sem hafa hug á að koma á fót rafíþróttadeildum“. Á Norðurlöndunum hefur þróunin verið hröð og þar hafa knattspyrnusambönd og samtök félagsliða sett á fót sérstakar deildir þar sem keppt er undir merkjum knattspyrnufélaganna sjálfra, auk þess að keppa „landsleiki“ sín á milli og við aðrar þjóðir, jafnt á Norðurlöndunum sem utan þeirra. Deildarkeppnirnar þarf að setja á fót í virku og nánu samstarfi við EA Sports vegna réttindamála, en „landsleikina“ er hægt að skipuleggja með einfaldari hætti. KSÍ vinnur nú að undirbúningi umfangsmikils verkefnis þar sem hugmyndin er að hvetja og styðja við aðildarfélög KSÍ til að skipuleggja innanfélagsmót í FIFA-tölvuleiknum. Sigurvegararnir hjá hverju félagi myndu síðan keppa fyrir hönd síns félags í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil, og Íslandsmeistararnir myndu loks skipa landsliðið í fyrsta landsleik Íslands í þessum vinsæla tölvuleik. Íslenski boltinn Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Á næstunni eiga tölvuspilarar möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil og komast í íslenska landsliðið. Knattspyrnusamband Íslands hefur verið að skoða rafíþróttir að undanförnu og aðallega í samstarfi og samráði við EA Sports, sem m.a. gefur út FIFA-tölvuleikinn. Mikill áhugi og vöxtur er í rafíþróttageiranum en það hefur kannski vantað meira utanumhald innan íþróttasambandanna. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Knattspyrnusambandið segir frá auknum áhuga innan sinna raða í frétt á heimasíðu sambandsins. Hjá KSÍ hefur stefnan verið sett á fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum. KSÍ sagði nei við FIFA-tölvuleiknum á sínum tíma en það breyttist fyrir tveimur árum. Frá árinu 2017 komst íslenska landsliðið nefnilega inn í FIFA-tölvuleikinn í fyrsta sinn og geta knattspyrnuþyrstir FIFA-spilarar valið íslenska landsliðið í leiknum eftir að samningar náðust milli KSÍ og EA Sports haustið 2017. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög tekið fyrstu skrefin hvað varðar rafíþróttir innan sinna raða og fyrr í mánuðinum samþykkti borgarstjórn Reykjavíkurborgar að vísa tillögu um rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga í Reykjavík til meðferðar hjá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Markmiðið er að „styðja við og styrkja þau félög sem hafa hug á að koma á fót rafíþróttadeildum“. Á Norðurlöndunum hefur þróunin verið hröð og þar hafa knattspyrnusambönd og samtök félagsliða sett á fót sérstakar deildir þar sem keppt er undir merkjum knattspyrnufélaganna sjálfra, auk þess að keppa „landsleiki“ sín á milli og við aðrar þjóðir, jafnt á Norðurlöndunum sem utan þeirra. Deildarkeppnirnar þarf að setja á fót í virku og nánu samstarfi við EA Sports vegna réttindamála, en „landsleikina“ er hægt að skipuleggja með einfaldari hætti. KSÍ vinnur nú að undirbúningi umfangsmikils verkefnis þar sem hugmyndin er að hvetja og styðja við aðildarfélög KSÍ til að skipuleggja innanfélagsmót í FIFA-tölvuleiknum. Sigurvegararnir hjá hverju félagi myndu síðan keppa fyrir hönd síns félags í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil, og Íslandsmeistararnir myndu loks skipa landsliðið í fyrsta landsleik Íslands í þessum vinsæla tölvuleik.
Íslenski boltinn Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira