Sara í viðtali á CNN sem segir enga stærri CrossFit-stjörnu vera til í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 15:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Skjámynd/CNN Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur stimplað sig aftur inn í hóp þeirra hraustustu í heimi með frábærri frammistöðu sinni á árinu 2019. Sara tryggði sér sæti á heimsleikunum með sigri á Strength in Depth CrossFit mótinu í London og fylgdi því síðan eftir með að vinna „The Open“ á dögunum. Endurkoma Söru hefur vakið heimsathygli og þar meðal hjá CNN fréttstofuninni sem fékk Söru í viðtal þar sem hún ræðir bæði erfiðleikana sína á árinu 2018 og endurkomuna á árinu 2019. CNN kynnir Söru inn í fréttinni með þeim orðum að í CrossFit-heiminum sé ekki til stærri stjarna en hin íslenska Sara Sigmundsdóttir sem CNN bendir á að sé með 1,4 milljón fylgjendur á Instagram og að hún fái alltaf mikinn stuðning hvar sem hún keppir. Blaðamaður CNN fullyrðir líka að engin keppandi á CrossFit leikunum fái hærri hvatningarhróp en einmitt Sara.Sara Sigmundsdottir has fought back from not one but two broken ribs, as she aims to win her first @CrossFitGames title.https://t.co/MLSbhPpMyNpic.twitter.com/fjuAeNokCl — CNN Sport (@cnnsport) April 4, 2019Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur þó enn ekki náð að vinna heimsleikana þrátt fyrir að vera oft í forystu, unnið tvö brons og oftast verið í toppbarráttunni. Þar að segja þar til í fyrra þegar hún varð að hætta keppni eftir að hafa rifbeinsbrotnað. „Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég var þarna. Ég hef aldrei verið hraustari og aldrei léttari á fæti. Mér leið frábærlega og fannst ég vera að toppa á réttum tíma. Ég var líka svo spennt að sýna hversu mikið ég hafði lagt á mig,“ sagði Sara.Fréttin á CNN.Skjámynd/CNNHún hafði keppt rifbeinsbrotin á leikunum 2017 og náð samt fjórða sætinu. Hún var búin að ná sér af því þegar hún braut annað rifbein í upphitun fyrir eina greinina á degi eitt. „Ég var að reyna að fela meiðslin fyrir þjálfaranum mínum því ég vissi að hann hefði látið mig hætta keppni. Ég hugsaði að ef þetta er brot, þá er þetta bara brotið bein og ég get komist í gegnum það,“ segir Sara. Sara kláraði níu greinar áður en sársaukinn varð of mikill og hún tók þá ákvörðun að hætta keppni. Reyndar var þjálfarinn sem dró hana úr keppni því hún gat það ekki sjálf. „Þetta var erfiðasta ákvörðunin sem ég hef tekið á ævinni. Ég hafði klárað þrautbrautina í þyngingarvestinu, ég hefði klárað jafnhendinguna og ég hafði klárað réttstöðulyftuna,“ sagði Sara. „Ég hugsaði því að það væri ekki mikið verra sem ég þurfti að komast í gengum. Þá kom þessi skrýtna grein þar sem við þurftum að draga hluti og ég man bara eftir sársaukanum. Ég hugsaði því um það hvort að tíunda sætið væri þess virði að meiðast meira,“ sagði Sara. Sara hætti keppni en snéri aftur sex mánuðum seinna í mögnuðu formi og hefur staðið sig betur og betur með hverri keppni. Það átti enginn þannig möguleika í hana í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Með því að vinna „The Open“ hafði Sara í raun tryggt sér tvisvar þátttökurétt á heimsleikunum 2019 þá sem hún dreymir um að vinna í fyrsta sinn. Það má lesa allt viðtalið hér. CrossFit Tengdar fréttir Sara vann "Strength in Depth“ og er komin á heimsleikana Tvær íslenskar Crossfit-stelpur búnar að tryggja sér sæti á heimsleikunum. 24. febrúar 2019 20:21 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður í sviðsljósinu í London um helgina og hún fór í mjög persónulegt gönguviðtal eftir komu sína til Englands. 22. febrúar 2019 13:00 „Bless London, halló Madison“ Klaufalegu mistökin sem strítt hafa Söru Sigmundsdóttur á mikilvægum Cross Fit mótum í gegnum tíðina voru hvergi sjáanleg í London um helgina. 25. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur stimplað sig aftur inn í hóp þeirra hraustustu í heimi með frábærri frammistöðu sinni á árinu 2019. Sara tryggði sér sæti á heimsleikunum með sigri á Strength in Depth CrossFit mótinu í London og fylgdi því síðan eftir með að vinna „The Open“ á dögunum. Endurkoma Söru hefur vakið heimsathygli og þar meðal hjá CNN fréttstofuninni sem fékk Söru í viðtal þar sem hún ræðir bæði erfiðleikana sína á árinu 2018 og endurkomuna á árinu 2019. CNN kynnir Söru inn í fréttinni með þeim orðum að í CrossFit-heiminum sé ekki til stærri stjarna en hin íslenska Sara Sigmundsdóttir sem CNN bendir á að sé með 1,4 milljón fylgjendur á Instagram og að hún fái alltaf mikinn stuðning hvar sem hún keppir. Blaðamaður CNN fullyrðir líka að engin keppandi á CrossFit leikunum fái hærri hvatningarhróp en einmitt Sara.Sara Sigmundsdottir has fought back from not one but two broken ribs, as she aims to win her first @CrossFitGames title.https://t.co/MLSbhPpMyNpic.twitter.com/fjuAeNokCl — CNN Sport (@cnnsport) April 4, 2019Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur þó enn ekki náð að vinna heimsleikana þrátt fyrir að vera oft í forystu, unnið tvö brons og oftast verið í toppbarráttunni. Þar að segja þar til í fyrra þegar hún varð að hætta keppni eftir að hafa rifbeinsbrotnað. „Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég var þarna. Ég hef aldrei verið hraustari og aldrei léttari á fæti. Mér leið frábærlega og fannst ég vera að toppa á réttum tíma. Ég var líka svo spennt að sýna hversu mikið ég hafði lagt á mig,“ sagði Sara.Fréttin á CNN.Skjámynd/CNNHún hafði keppt rifbeinsbrotin á leikunum 2017 og náð samt fjórða sætinu. Hún var búin að ná sér af því þegar hún braut annað rifbein í upphitun fyrir eina greinina á degi eitt. „Ég var að reyna að fela meiðslin fyrir þjálfaranum mínum því ég vissi að hann hefði látið mig hætta keppni. Ég hugsaði að ef þetta er brot, þá er þetta bara brotið bein og ég get komist í gegnum það,“ segir Sara. Sara kláraði níu greinar áður en sársaukinn varð of mikill og hún tók þá ákvörðun að hætta keppni. Reyndar var þjálfarinn sem dró hana úr keppni því hún gat það ekki sjálf. „Þetta var erfiðasta ákvörðunin sem ég hef tekið á ævinni. Ég hafði klárað þrautbrautina í þyngingarvestinu, ég hefði klárað jafnhendinguna og ég hafði klárað réttstöðulyftuna,“ sagði Sara. „Ég hugsaði því að það væri ekki mikið verra sem ég þurfti að komast í gengum. Þá kom þessi skrýtna grein þar sem við þurftum að draga hluti og ég man bara eftir sársaukanum. Ég hugsaði því um það hvort að tíunda sætið væri þess virði að meiðast meira,“ sagði Sara. Sara hætti keppni en snéri aftur sex mánuðum seinna í mögnuðu formi og hefur staðið sig betur og betur með hverri keppni. Það átti enginn þannig möguleika í hana í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Með því að vinna „The Open“ hafði Sara í raun tryggt sér tvisvar þátttökurétt á heimsleikunum 2019 þá sem hún dreymir um að vinna í fyrsta sinn. Það má lesa allt viðtalið hér.
CrossFit Tengdar fréttir Sara vann "Strength in Depth“ og er komin á heimsleikana Tvær íslenskar Crossfit-stelpur búnar að tryggja sér sæti á heimsleikunum. 24. febrúar 2019 20:21 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður í sviðsljósinu í London um helgina og hún fór í mjög persónulegt gönguviðtal eftir komu sína til Englands. 22. febrúar 2019 13:00 „Bless London, halló Madison“ Klaufalegu mistökin sem strítt hafa Söru Sigmundsdóttur á mikilvægum Cross Fit mótum í gegnum tíðina voru hvergi sjáanleg í London um helgina. 25. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira
Sara vann "Strength in Depth“ og er komin á heimsleikana Tvær íslenskar Crossfit-stelpur búnar að tryggja sér sæti á heimsleikunum. 24. febrúar 2019 20:21
Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30
Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður í sviðsljósinu í London um helgina og hún fór í mjög persónulegt gönguviðtal eftir komu sína til Englands. 22. febrúar 2019 13:00
„Bless London, halló Madison“ Klaufalegu mistökin sem strítt hafa Söru Sigmundsdóttur á mikilvægum Cross Fit mótum í gegnum tíðina voru hvergi sjáanleg í London um helgina. 25. febrúar 2019 11:30