Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 14:15 Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Það sé hins vegar alveg ljóst að krónutöluhækkunin sem samið var um setji mikinn þrýsting á hækkun lægstu taxta hjá BHM. Lægstu taxtar hjá BHM eru nú 425 þúsund krónur. Samningar BHM við ríki, borg og sveitarfélög runnu út þann 31. mars síðastliðinn og eru kjaraviðræður hafnar á milli aðila. Þær eru þó ekki komnar langt. Spurð út í þá félagsmenn BHM sem séu starfandi á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn að bandalagið sé með réttindasamning við Samtök atvinnulífsins sem tryggi réttindi fólks en annars semji einstaklingar við sinn vinnuveitanda um laun.Kröfugerðir ekki verið opinberaðar Þórunn segir að aðildarfélög BHM geri sína kröfugerð og sjálfstæða samninga. Að sjálfsögðu sé horft til þess sem samið sé um á almenna vinnumarkaðnum en ekki sé hægt að segja til um það fyrir fram hvernig það spili inn í viðræðurnar eða samninga aðildarfélaga BHM við hið opinbera. Þórunn segir að líkt og fleiri stéttarfélögum sé ákveðin breidd í launabilinu innan BHM. „Við hins vegar leggjum mesta áherslu á að það sé verið að meta menntun til launa og það sé ávinningur af því að afla sér menntunar en að það sé ekki ávísun á skuldaklafa,“ segir Þórunn. Hún bendir á í því samhengi að BHM hafi margoft rætt það við ríkisstjórnir og fleiri aðila að það þurfi að taka á málum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skuldabyrði þeirra sem taka lán hjá sjóðnum. Þórunn segir að það hljóti að vera þannig að menntun eigi að endurspeglast í launum fólks. Kröfugerðir aðildarfélaga BHM hafa ekki verið gerðar opinberar. Spurð út í það hvort það gæti farið svo að aðildarfélögin muni leggja meiri áherslu á krónutöluhækkun heldur en prósentuhækkanir segir Þórunn of snemmt að segja til um það. Spurð út í það hvernig viðræðum miði segir Þórunn að þær séu hafnar en séu ekki komnar langt. „En við erum ágætlega undirbúin, við höfum nýtt tímann vel til að undirbúa okkur,“ segir Þórunn og ítrekar að grundvallarkrafa BHM sé að menntun verði metin til launa. Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Það sé hins vegar alveg ljóst að krónutöluhækkunin sem samið var um setji mikinn þrýsting á hækkun lægstu taxta hjá BHM. Lægstu taxtar hjá BHM eru nú 425 þúsund krónur. Samningar BHM við ríki, borg og sveitarfélög runnu út þann 31. mars síðastliðinn og eru kjaraviðræður hafnar á milli aðila. Þær eru þó ekki komnar langt. Spurð út í þá félagsmenn BHM sem séu starfandi á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn að bandalagið sé með réttindasamning við Samtök atvinnulífsins sem tryggi réttindi fólks en annars semji einstaklingar við sinn vinnuveitanda um laun.Kröfugerðir ekki verið opinberaðar Þórunn segir að aðildarfélög BHM geri sína kröfugerð og sjálfstæða samninga. Að sjálfsögðu sé horft til þess sem samið sé um á almenna vinnumarkaðnum en ekki sé hægt að segja til um það fyrir fram hvernig það spili inn í viðræðurnar eða samninga aðildarfélaga BHM við hið opinbera. Þórunn segir að líkt og fleiri stéttarfélögum sé ákveðin breidd í launabilinu innan BHM. „Við hins vegar leggjum mesta áherslu á að það sé verið að meta menntun til launa og það sé ávinningur af því að afla sér menntunar en að það sé ekki ávísun á skuldaklafa,“ segir Þórunn. Hún bendir á í því samhengi að BHM hafi margoft rætt það við ríkisstjórnir og fleiri aðila að það þurfi að taka á málum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skuldabyrði þeirra sem taka lán hjá sjóðnum. Þórunn segir að það hljóti að vera þannig að menntun eigi að endurspeglast í launum fólks. Kröfugerðir aðildarfélaga BHM hafa ekki verið gerðar opinberar. Spurð út í það hvort það gæti farið svo að aðildarfélögin muni leggja meiri áherslu á krónutöluhækkun heldur en prósentuhækkanir segir Þórunn of snemmt að segja til um það. Spurð út í það hvernig viðræðum miði segir Þórunn að þær séu hafnar en séu ekki komnar langt. „En við erum ágætlega undirbúin, við höfum nýtt tímann vel til að undirbúa okkur,“ segir Þórunn og ítrekar að grundvallarkrafa BHM sé að menntun verði metin til launa.
Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14
Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48