Dregur úr trúverðugleika seðlabankans Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. apríl 2019 11:55 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði seðlabankans í kjarasamningum. Vísir/vilhelm „Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. Nýr kjarasamningur er að hluta sniðinn utan um vaxtastig í landinu. Í tilkynningu frá ASÍ segir að það sé forsenda að vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningnum séu ákvæði um uppsögn verði vaxtalækkanir ekki að veruleika. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent og í síðustu fundargerð peningastefnunefndar sem var birt í gær ítrekar nefndin að peningastefnan á næstu misserum muni að miklu leyti ráðast af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólgu. Fari verðbólga fram úr markmiðum verða vextir því mögulega hækkaðir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði Seðlabankans með því að gera peningastefnuna að forsendu í kjarasamningum. „Seðlabankanum ber einfaldlega að bregðast við verðlagsþróun með hækkun eða lækkun vaxta. Ef kjarasamningar leiða til hógvægrar verðbólgu að þá er engin ástæða til að ætla annað en að seðlabankinn muni lækka vexti. Verði raunin önnur að þá ber bankanum auðvitað að bregðast við því með því að beita þeim tækjum sem hann hefur," segir Þorsteinn. Þurfi seðlabankinn á samningstímabilinu að bregðast við efnahagsþróun með vaxtahækkun hafi samningsaðilar engar löglegar leiðir til þess að knýja hann til annars, enda er hann sjálfstæð stofnun. „Það er mjög óeðlilegt að setja þennan þrýsting á seðlabankann; að kjarasamningum geti verið sagt upp ef bankinn lækkar ekki vexti." „Það hefur alltaf verið horft til þess í vestrænum ríkjum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að bankinn sé sjálfstæður í störfum sínum. Sé ekki beittur þrýstingi að hálfu stjórnmálamanna eða annarra aðila til ákvarðana sem ekki eru í takti við þau markmið sem bankanum ber að vinna eftir. Af því slíkt grefur til lengdar undan trúverðugleika peningastefnunnar," segir Þorsteinn Víglundsson. Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. Nýr kjarasamningur er að hluta sniðinn utan um vaxtastig í landinu. Í tilkynningu frá ASÍ segir að það sé forsenda að vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningnum séu ákvæði um uppsögn verði vaxtalækkanir ekki að veruleika. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent og í síðustu fundargerð peningastefnunefndar sem var birt í gær ítrekar nefndin að peningastefnan á næstu misserum muni að miklu leyti ráðast af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólgu. Fari verðbólga fram úr markmiðum verða vextir því mögulega hækkaðir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði Seðlabankans með því að gera peningastefnuna að forsendu í kjarasamningum. „Seðlabankanum ber einfaldlega að bregðast við verðlagsþróun með hækkun eða lækkun vaxta. Ef kjarasamningar leiða til hógvægrar verðbólgu að þá er engin ástæða til að ætla annað en að seðlabankinn muni lækka vexti. Verði raunin önnur að þá ber bankanum auðvitað að bregðast við því með því að beita þeim tækjum sem hann hefur," segir Þorsteinn. Þurfi seðlabankinn á samningstímabilinu að bregðast við efnahagsþróun með vaxtahækkun hafi samningsaðilar engar löglegar leiðir til þess að knýja hann til annars, enda er hann sjálfstæð stofnun. „Það er mjög óeðlilegt að setja þennan þrýsting á seðlabankann; að kjarasamningum geti verið sagt upp ef bankinn lækkar ekki vexti." „Það hefur alltaf verið horft til þess í vestrænum ríkjum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að bankinn sé sjálfstæður í störfum sínum. Sé ekki beittur þrýstingi að hálfu stjórnmálamanna eða annarra aðila til ákvarðana sem ekki eru í takti við þau markmið sem bankanum ber að vinna eftir. Af því slíkt grefur til lengdar undan trúverðugleika peningastefnunnar," segir Þorsteinn Víglundsson.
Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira