„Faldi fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 10:00 Jawahir Roble klæðist ekki venjulegum dómarabúningi. Skjámynd/Breska ríkisútvarpið Jawahir Roble kom til Englands fyrir fjórtán árum sem flóttamaður frá Sómalíu en í dag er hún að brjóta múra í enska fótboltanum. JJ Roble eins og hún er oftast kölluð er fyrsta múslímska blökkukonan sem starfar sem knattspyrnudómari í Bretlandi en að auki dæmir hún ekki í hinum venjulega dómarabúningi því hún klæðist hijab-slæðu við dómgæsluna. Breska ríkisútvarpið kynnti sér betur sögu og aðstæður JJ Roble á leið sinni að opna nýjar dyr fyrir fyrir minnihlutahóp innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hún fékk innslag um sig í The One Show á BBC.We JJ! What a total inspiration! pic.twitter.com/eYHRBueIMQ — BBC The One Show (@BBCTheOneShow) March 27, 2019Markmið hennar er að hvetja aðrar konur til dáða og fá fleiri kynsystur sínar til að spila fótbolta. Með þessu ætti enska landsliðið að geta komist á toppinn í framtíðinni. „Með því að vera kona í fótbolta þá hefur þú þegar brotið nokkrar reglur í huga sumra karlmanna. Þegar ég byrjaði að dæma fótboltaleiki þá voru leikmenn bæði hneykslaðir og hissa að sjá mig,“ sagði JJ Roble. „Ég og fjölskylda mín bjuggum öll í Sómalíu þegar borgarastyrjöldin braust út. Við urðum að flýja heimilið okkar og landið okkar. Við komum til Englands til að byrja nýtt líf,“ sagði JJ Roble. Hún var tíu ára gömul þegar hún kom fyrst til London og fjölskyldan settist að í nágrenni Wembley-leikvangsins.JJ even wore this wonderful vintage FBB tracksuit top while being interviewed for the show! Thanks for supporting us as always @jj_Roble! Make sure you watch the whole feature to hear her fantastic story in full on @BBCiPlayer catch-up from 28.40 here: https://t.co/Wc3mMEIE56pic.twitter.com/HkUJNBp8UP — FBB (@FBeyondBorders) March 29, 2019„Sem mikil fótboltaáhugakona var það algjör draumur að komast að því að fyrsta heimili mitt væri rétt hjá Wembley,“ sagði JJ Roble brosandi. Það var aftur á móti ekki vinsælt á heimilinu að hún færi að spila fótbolta. „Foreldrar mínir voru ekki sáttir við það að ég væri að spila fótbolta. Í þeirra augum er ég stelpa og ætti ekki að vera að spila fótbolta eða að hlaupa um. Ég faldi því fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba þegar ég kom heim og flýtti mér að skipta yfir í venjulegu fötin mín,“ rifjar JJ Roble upp. „Svo kom að því að ég gat ekki logið lengur að þeim. Ég sagði hingað ekki lengra og sagði þeim að ég vildi verða knattspyrnudómari og taka fótboltann minn alvarlega. Þau sögðu: Þú ert svo þrjósk, JJ. Láttu bara vaða,“ sagði JJ Roble brosandi. JJ Roble hefur nú sett stefnuna á það að dæma í úrvalsdeildinni hjá konunum. Það má sjá allt umfjöllun BBC um JJ með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Jawahir Roble kom til Englands fyrir fjórtán árum sem flóttamaður frá Sómalíu en í dag er hún að brjóta múra í enska fótboltanum. JJ Roble eins og hún er oftast kölluð er fyrsta múslímska blökkukonan sem starfar sem knattspyrnudómari í Bretlandi en að auki dæmir hún ekki í hinum venjulega dómarabúningi því hún klæðist hijab-slæðu við dómgæsluna. Breska ríkisútvarpið kynnti sér betur sögu og aðstæður JJ Roble á leið sinni að opna nýjar dyr fyrir fyrir minnihlutahóp innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hún fékk innslag um sig í The One Show á BBC.We JJ! What a total inspiration! pic.twitter.com/eYHRBueIMQ — BBC The One Show (@BBCTheOneShow) March 27, 2019Markmið hennar er að hvetja aðrar konur til dáða og fá fleiri kynsystur sínar til að spila fótbolta. Með þessu ætti enska landsliðið að geta komist á toppinn í framtíðinni. „Með því að vera kona í fótbolta þá hefur þú þegar brotið nokkrar reglur í huga sumra karlmanna. Þegar ég byrjaði að dæma fótboltaleiki þá voru leikmenn bæði hneykslaðir og hissa að sjá mig,“ sagði JJ Roble. „Ég og fjölskylda mín bjuggum öll í Sómalíu þegar borgarastyrjöldin braust út. Við urðum að flýja heimilið okkar og landið okkar. Við komum til Englands til að byrja nýtt líf,“ sagði JJ Roble. Hún var tíu ára gömul þegar hún kom fyrst til London og fjölskyldan settist að í nágrenni Wembley-leikvangsins.JJ even wore this wonderful vintage FBB tracksuit top while being interviewed for the show! Thanks for supporting us as always @jj_Roble! Make sure you watch the whole feature to hear her fantastic story in full on @BBCiPlayer catch-up from 28.40 here: https://t.co/Wc3mMEIE56pic.twitter.com/HkUJNBp8UP — FBB (@FBeyondBorders) March 29, 2019„Sem mikil fótboltaáhugakona var það algjör draumur að komast að því að fyrsta heimili mitt væri rétt hjá Wembley,“ sagði JJ Roble brosandi. Það var aftur á móti ekki vinsælt á heimilinu að hún færi að spila fótbolta. „Foreldrar mínir voru ekki sáttir við það að ég væri að spila fótbolta. Í þeirra augum er ég stelpa og ætti ekki að vera að spila fótbolta eða að hlaupa um. Ég faldi því fótboltaskóna mína fyrir mömmu og pabba þegar ég kom heim og flýtti mér að skipta yfir í venjulegu fötin mín,“ rifjar JJ Roble upp. „Svo kom að því að ég gat ekki logið lengur að þeim. Ég sagði hingað ekki lengra og sagði þeim að ég vildi verða knattspyrnudómari og taka fótboltann minn alvarlega. Þau sögðu: Þú ert svo þrjósk, JJ. Láttu bara vaða,“ sagði JJ Roble brosandi. JJ Roble hefur nú sett stefnuna á það að dæma í úrvalsdeildinni hjá konunum. Það má sjá allt umfjöllun BBC um JJ með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira