Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2019 07:00 May ræddi við Corbyn í gær um Brexit-málið en viðræðurnar eru Brexit-sinnum ekki að skapi. Vísir Bretland Þingmenn Íhaldsflokksins breska lýstu margir yfir óánægju með það í gær að Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, ætti nú í viðræðum við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til þess að leita að sameiginlegri lausn á þeirri pattstöðu sem komin er upp á þingi vegna Brexit-málsins. Breska þingið hefur í þrígang hafnað útgöngusamningnum sem May gerði við ESB og hefur þingmönnum aukinheldur mistekist að ná saman um aðra nálgun í málinu. Leiðin áfram er því afar óskýr og ekki nema átta dagar í dag þar til aukafrestur Breta til þess að setja fram áætlun rennur út. Takist það ekki fyrir 12. apríl, eða ef ESB fellst ekki á nýja beiðni May um frekari frest, munu Bretar þurfa að ganga út úr sambandinu án samnings. Lítill vilji er fyrir slíku á þinginu. Að því er kom fram hjá BBC eru harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins allt annað en sáttir við viðræður leiðtoganna tveggja. Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna óánægju með stefnu May á síðasta ári, sakaði May til að mynda um að afhenda Verkamannaflokknum stjórntaumana í Brexit-málinu. Þá sagði Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, að viðræðurnar væru afleit hugmynd. Kallaði Corbyn í þokkabót „marxista sem hefur það eitt að markmiði að valda ríkinu tjóni“. Chris Heaton-Harris, ráðherra útgöngumála, sagði af sér í gær, meðal annars vegna viðræðna May og Corbyns. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að sem ráðherra væri hann ábyrgur fyrir undirbúningi fyrir samningslausa útgöngu ef af henni verður. Hins vegar hafi May verið staðráðin í því að komast hjá samningslausri útgöngu og því væri starf Heaton-Harris, að hans sögn, tilgangslaust. Nigel Adams sagði svo af sér sem ráðherra velskra málefna vegna viðræðnanna. Sagði að May væri með þeim að auka hættuna á því að stjórnvöldum mistakist að verða við kröfunni sem Bretar settu fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgönguna árið 2016. Forsætisráðherrann mætti á þingið í gær og svaraði spurningum, líkt og ráðherra gerir alla jafna á miðvikudögum. Þar sagðist hún staðráðin í því að verða við Brexit-kröfunni en minnti á að þingmenn hefðu hafnað hverri einustu tillögu sem lögð hefur verið fyrir þá hingað til. May mun einnig hitta Nicola Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sem hefur krafist langrar frestunar og þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Óvíst er hvort viðræður May og Corbyns beri árangur enda hefur Corbyn ítrekað sett fram kröfur sem May vill ekki verða við. Til að mynda um nýjar þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn. May sagði í ávarpi á þriðjudag að hún myndi ekki leggja samning sinn til hliðar. Hún væri hins vegar tilbúin til þess að gera breytingar á hinni pólitísku yfirlýsingu sem fylgja þarf samningnum. Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, sagði í gær að sambandið myndi tafarlaust innleiða tollvörslu og tolla gagnvart Bretum ef af samningslausri útgöngu verður. Um það væru öll aðildarríkin sammála. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Bretland Þingmenn Íhaldsflokksins breska lýstu margir yfir óánægju með það í gær að Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, ætti nú í viðræðum við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til þess að leita að sameiginlegri lausn á þeirri pattstöðu sem komin er upp á þingi vegna Brexit-málsins. Breska þingið hefur í þrígang hafnað útgöngusamningnum sem May gerði við ESB og hefur þingmönnum aukinheldur mistekist að ná saman um aðra nálgun í málinu. Leiðin áfram er því afar óskýr og ekki nema átta dagar í dag þar til aukafrestur Breta til þess að setja fram áætlun rennur út. Takist það ekki fyrir 12. apríl, eða ef ESB fellst ekki á nýja beiðni May um frekari frest, munu Bretar þurfa að ganga út úr sambandinu án samnings. Lítill vilji er fyrir slíku á þinginu. Að því er kom fram hjá BBC eru harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins allt annað en sáttir við viðræður leiðtoganna tveggja. Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna óánægju með stefnu May á síðasta ári, sakaði May til að mynda um að afhenda Verkamannaflokknum stjórntaumana í Brexit-málinu. Þá sagði Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, að viðræðurnar væru afleit hugmynd. Kallaði Corbyn í þokkabót „marxista sem hefur það eitt að markmiði að valda ríkinu tjóni“. Chris Heaton-Harris, ráðherra útgöngumála, sagði af sér í gær, meðal annars vegna viðræðna May og Corbyns. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að sem ráðherra væri hann ábyrgur fyrir undirbúningi fyrir samningslausa útgöngu ef af henni verður. Hins vegar hafi May verið staðráðin í því að komast hjá samningslausri útgöngu og því væri starf Heaton-Harris, að hans sögn, tilgangslaust. Nigel Adams sagði svo af sér sem ráðherra velskra málefna vegna viðræðnanna. Sagði að May væri með þeim að auka hættuna á því að stjórnvöldum mistakist að verða við kröfunni sem Bretar settu fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgönguna árið 2016. Forsætisráðherrann mætti á þingið í gær og svaraði spurningum, líkt og ráðherra gerir alla jafna á miðvikudögum. Þar sagðist hún staðráðin í því að verða við Brexit-kröfunni en minnti á að þingmenn hefðu hafnað hverri einustu tillögu sem lögð hefur verið fyrir þá hingað til. May mun einnig hitta Nicola Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sem hefur krafist langrar frestunar og þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Óvíst er hvort viðræður May og Corbyns beri árangur enda hefur Corbyn ítrekað sett fram kröfur sem May vill ekki verða við. Til að mynda um nýjar þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn. May sagði í ávarpi á þriðjudag að hún myndi ekki leggja samning sinn til hliðar. Hún væri hins vegar tilbúin til þess að gera breytingar á hinni pólitísku yfirlýsingu sem fylgja þarf samningnum. Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, sagði í gær að sambandið myndi tafarlaust innleiða tollvörslu og tolla gagnvart Bretum ef af samningslausri útgöngu verður. Um það væru öll aðildarríkin sammála.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51
Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09
May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52