Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2019 19:00 Ræða Stoltenberg mældist vel fyrir í þinginu. EPA/JIM LO SCALZO Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var í dag fyrsti framkvæmdastjóri þess og raunar fyrsti leiðtogi alþjóðlegrar stofnunar til að ávarpa sameiginlegan þingfund fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Stoltenberg er í Washington ásamt utanríkisráðherrum allra 29 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til að fagna því að 70 ár eru frá stofnun bandalagsins. Ísland er meðal stofnþjóða og tók þátt í undirritun stofnsáttmála bandalagsins í Washington fyrir 70 árum. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra mun taka þátt í hátíðarfundi Atlantshafsbandalagsins á morgun. Í morgun fundaði Stoltenberg með Donald Trump Bandaríkjaforseta áður en hann hélt á Bandaríkjaþing. Til að ávarpa sameiginlegan þingfund þingdeildanna tveggja. „Á morgun eru sjötíu ár frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins var undirritaður í þessari merku borg,“ sagði Stoltenberg. „Þann dag sagði Truman Bandaríkjaforseti að hann vonaðist til að skapa skjöld gegn ágengni og óttanum gegn ágengni.“ Hann sagði Atlantshafið ekki greina bandalagsríkin í sundur heldur sameinaði þau. Í því samhengi virðist hann ekki hafa staðist mátið við að koma norrænum landkönnuðum að í ræðu sinni. „Fyrir Norðmann eins og mig er það Atlantshafið sem skilgreinir hver við erum. Það var jú norrænn maður, Leifur Eiríksson, sem var fyrstur Evrópumanna til að ná ströndum Ameríku. Fyrir næstum þúsund árum síðan. Reyndar myndu fleiri vita af því ef hann hefði ekki yfirgefið álfuna svo fljótt og ákveðið að segja engum frá því.“ Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var í dag fyrsti framkvæmdastjóri þess og raunar fyrsti leiðtogi alþjóðlegrar stofnunar til að ávarpa sameiginlegan þingfund fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Stoltenberg er í Washington ásamt utanríkisráðherrum allra 29 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til að fagna því að 70 ár eru frá stofnun bandalagsins. Ísland er meðal stofnþjóða og tók þátt í undirritun stofnsáttmála bandalagsins í Washington fyrir 70 árum. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra mun taka þátt í hátíðarfundi Atlantshafsbandalagsins á morgun. Í morgun fundaði Stoltenberg með Donald Trump Bandaríkjaforseta áður en hann hélt á Bandaríkjaþing. Til að ávarpa sameiginlegan þingfund þingdeildanna tveggja. „Á morgun eru sjötíu ár frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins var undirritaður í þessari merku borg,“ sagði Stoltenberg. „Þann dag sagði Truman Bandaríkjaforseti að hann vonaðist til að skapa skjöld gegn ágengni og óttanum gegn ágengni.“ Hann sagði Atlantshafið ekki greina bandalagsríkin í sundur heldur sameinaði þau. Í því samhengi virðist hann ekki hafa staðist mátið við að koma norrænum landkönnuðum að í ræðu sinni. „Fyrir Norðmann eins og mig er það Atlantshafið sem skilgreinir hver við erum. Það var jú norrænn maður, Leifur Eiríksson, sem var fyrstur Evrópumanna til að ná ströndum Ameríku. Fyrir næstum þúsund árum síðan. Reyndar myndu fleiri vita af því ef hann hefði ekki yfirgefið álfuna svo fljótt og ákveðið að segja engum frá því.“
Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37
Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15