Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 08:35 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ríkisstjórnina koma með „mun meira“ að samningaborðinu en áður hafi sést í kjarasamningum. Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. Töluverðar sviptingar urðu í kjaraviðræðum gærdagsins en áætlað var að aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni myndu kynna svokallaðan „Lífskjarasamning“ á blaðamannafundi klukkan 18:30. Fundinum var hins vegar frestað skömmu áður en hann átti að hefjast en samningsaðilar hafa gefið það út að þeir hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að klára verkið.Á lokametrunum Vilhjálmur Birgisson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann tók við hamingjuóskum spyrjenda, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég held ég verði að segja takk, þótt það sé alltaf þannig að þegar við erum búin að setja nafnið okkar undir þetta þá er svona rétta mómentið en við erum allavega núna á allra, allra lokametrunum að klára þetta. Það eru bara einstök, örfá atriði eftir en þetta er bara svo ofboðslega flókið og tekur bara þann tíma sem þetta þarf að taka.“ Verkið framundan sé umfangsmikið, fara þurfi yfir tugi blaðsíðna og undirkjarasamninga. Mikilvægt sé því að vanda til verka. Í gær var gefið út að stefnt yrði að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil í dag og kynna hann fyrir almenningi um þrjúleytið. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn á að sú tímasetning standist, þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Vilhjálmur. Gagnist ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu Þá hafi verið farið yfir áherslupunkta ríkisstjórnarinnar í gær. Auðvitað sé það alltaf vilji fyrir því að fá meira en lendingin hafi verið skynsamleg lausn við erfiðar aðstæður – og útspil stjórnvalda rausnarlegt miðað við fyrri samninga. „En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira heldur en við í raun og veru höfum séð áður, það er einfaldlega þannig.“ Inntur eftir því hvort skatta- og vaxtalækkanir, sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á í viðræðunum, verði meginbreytingin í kjarasamningunum sagði Vilhjálmur að mikil kjarabót væri fólgin í slíku. „Við teljum allar forsendur fyrir því að peningamálanefnd Seðlabankans muni geta komið með stýrivaxtalækkun sem gagnast ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu til að standa undir auknum launakostnaði og öðru slíku.“Viðtalið við Vilhjálm má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 „Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ríkisstjórnina koma með „mun meira“ að samningaborðinu en áður hafi sést í kjarasamningum. Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. Töluverðar sviptingar urðu í kjaraviðræðum gærdagsins en áætlað var að aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisstjórninni myndu kynna svokallaðan „Lífskjarasamning“ á blaðamannafundi klukkan 18:30. Fundinum var hins vegar frestað skömmu áður en hann átti að hefjast en samningsaðilar hafa gefið það út að þeir hafi einfaldlega þurft meiri tíma til að klára verkið.Á lokametrunum Vilhjálmur Birgisson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann tók við hamingjuóskum spyrjenda, með ákveðnum fyrirvörum þó. „Ég held ég verði að segja takk, þótt það sé alltaf þannig að þegar við erum búin að setja nafnið okkar undir þetta þá er svona rétta mómentið en við erum allavega núna á allra, allra lokametrunum að klára þetta. Það eru bara einstök, örfá atriði eftir en þetta er bara svo ofboðslega flókið og tekur bara þann tíma sem þetta þarf að taka.“ Verkið framundan sé umfangsmikið, fara þurfi yfir tugi blaðsíðna og undirkjarasamninga. Mikilvægt sé því að vanda til verka. Í gær var gefið út að stefnt yrði að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil í dag og kynna hann fyrir almenningi um þrjúleytið. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn á að sú tímasetning standist, þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Vilhjálmur. Gagnist ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu Þá hafi verið farið yfir áherslupunkta ríkisstjórnarinnar í gær. Auðvitað sé það alltaf vilji fyrir því að fá meira en lendingin hafi verið skynsamleg lausn við erfiðar aðstæður – og útspil stjórnvalda rausnarlegt miðað við fyrri samninga. „En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira heldur en við í raun og veru höfum séð áður, það er einfaldlega þannig.“ Inntur eftir því hvort skatta- og vaxtalækkanir, sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á í viðræðunum, verði meginbreytingin í kjarasamningunum sagði Vilhjálmur að mikil kjarabót væri fólgin í slíku. „Við teljum allar forsendur fyrir því að peningamálanefnd Seðlabankans muni geta komið með stýrivaxtalækkun sem gagnast ekki bara heimilunum heldur líka atvinnulífinu til að standa undir auknum launakostnaði og öðru slíku.“Viðtalið við Vilhjálm má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34 „Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Ekki bjartsýnn á að samningsgerð klárist í nótt. 2. apríl 2019 23:34
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3. apríl 2019 01:01
Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01