22 á land í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2019 11:27 Þessi sjóbirtingur var vigtaður 8,5 kíló. Mynd: Ytri Rangá FB Þegar veiðimenn hugsa um vorveiði hefur Ytri Rangá kannski ekki verið þeim ofarlega í huga en það ætti kannski að breytast. Málið er að Ytri Rangá er ekki bara með góðan stofn af sjóbirting heldur er þar líka að finna stóra staðbundna urriða. Þeir sem veiða í ánni á haustinn setja oft í væna sjóbirtinga og þá sérstaklega á neðri hlutanum af ánni. Veiði hófst í Ytri Rangá sem og nokkrum öðrum sjóbirtingsám í gær og hefur opnunin í ánni gefið góðar vonir um framhaldið. Alls veiddust 22 sjóbirtingar og var sá stærsti sem kom á land 8,5 kg og mældist 85 sm að lengd. Þetta er spennandi kostur fyrir veiðimenn sem vilja kanna þessa skemmtilegu á með nýjum vinkli, þ.e.a.s. mæta á staðinn ekki til að leita að laxi heldur vænum urriða, sjógengnum og staðbundnum. Mest lesið Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði
Þegar veiðimenn hugsa um vorveiði hefur Ytri Rangá kannski ekki verið þeim ofarlega í huga en það ætti kannski að breytast. Málið er að Ytri Rangá er ekki bara með góðan stofn af sjóbirting heldur er þar líka að finna stóra staðbundna urriða. Þeir sem veiða í ánni á haustinn setja oft í væna sjóbirtinga og þá sérstaklega á neðri hlutanum af ánni. Veiði hófst í Ytri Rangá sem og nokkrum öðrum sjóbirtingsám í gær og hefur opnunin í ánni gefið góðar vonir um framhaldið. Alls veiddust 22 sjóbirtingar og var sá stærsti sem kom á land 8,5 kg og mældist 85 sm að lengd. Þetta er spennandi kostur fyrir veiðimenn sem vilja kanna þessa skemmtilegu á með nýjum vinkli, þ.e.a.s. mæta á staðinn ekki til að leita að laxi heldur vænum urriða, sjógengnum og staðbundnum.
Mest lesið Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði