Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2019 19:15 Aldrei hefur veriðjafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns Hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Í fréttum okkar í gær kom fram að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut síðustu vikur og helmingi allra aðgerða frá áramótum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans segir að oft hafi verið erfitt að manna stöður hjúkrunarfræðinga en aldrei eins og síðustu misseri. „Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á Landspítalanum og leitt til þess að loka hefur þurft allt að 40 legurýmum í heilt ár. Spítalinn gæti ráðið 170 hjúkrunarfræðinga án þess að neitt myndi breytast nema að sjálfsögðu að þá væri hægt að opna legurrýmin sem nú eru lokuð,“ segir Marta.Afar alvarlegtástandábráðamóttökuHún segir að ástandið sé mjög slæmt á bráðamóttökunni. „Það er náttúrulega hræðilegt, einkum á bráðamóttökunni bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þar liggja 20 til 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni meðferð en eru fastir því þeir komast ekki á lyfjadeild því plássin þar eru lokuð.“ segir hún. Hátt íþúsund manns hafa menntun sem hjúkrunarfræðingar en starfa ekki í sínu fagi. Marta segir að ástæðurnar séu margar. „Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að vera í samræmi við laun annarra stétta og í samræmi viðábyrgð og álag í starfi. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf líka að vera aðlaðandi og tæki og búnaður í lagi og samkvæmt nýjustu stöðlum,“ segir hún.Góður vinnustaður Hún segir hins vegar aðþrátt fyrir ýmsa vankanta sé spítalinn góður vinnustaður. „Landspítalinn er eina hátæknisjúkrahúsið okkar það er líka háskólasjúkrahús og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hægt er að vinna við alls konar störf. Hann ætti því að vera afar eftirsóttur vinnustaður en til að það geti orðið þarf að breyta ýmsu,“ segir Marta að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Aldrei hefur veriðjafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns Hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Í fréttum okkar í gær kom fram að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut síðustu vikur og helmingi allra aðgerða frá áramótum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans segir að oft hafi verið erfitt að manna stöður hjúkrunarfræðinga en aldrei eins og síðustu misseri. „Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á Landspítalanum og leitt til þess að loka hefur þurft allt að 40 legurýmum í heilt ár. Spítalinn gæti ráðið 170 hjúkrunarfræðinga án þess að neitt myndi breytast nema að sjálfsögðu að þá væri hægt að opna legurrýmin sem nú eru lokuð,“ segir Marta.Afar alvarlegtástandábráðamóttökuHún segir að ástandið sé mjög slæmt á bráðamóttökunni. „Það er náttúrulega hræðilegt, einkum á bráðamóttökunni bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þar liggja 20 til 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni meðferð en eru fastir því þeir komast ekki á lyfjadeild því plássin þar eru lokuð.“ segir hún. Hátt íþúsund manns hafa menntun sem hjúkrunarfræðingar en starfa ekki í sínu fagi. Marta segir að ástæðurnar séu margar. „Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að vera í samræmi við laun annarra stétta og í samræmi viðábyrgð og álag í starfi. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf líka að vera aðlaðandi og tæki og búnaður í lagi og samkvæmt nýjustu stöðlum,“ segir hún.Góður vinnustaður Hún segir hins vegar aðþrátt fyrir ýmsa vankanta sé spítalinn góður vinnustaður. „Landspítalinn er eina hátæknisjúkrahúsið okkar það er líka háskólasjúkrahús og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hægt er að vinna við alls konar störf. Hann ætti því að vera afar eftirsóttur vinnustaður en til að það geti orðið þarf að breyta ýmsu,“ segir Marta að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira