Lít á lögin mín sem eitt verk við tólf ljóð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 11:00 Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun og enda á sumarkomunni, segir Steingrímur. Fréttablaðið/Sigtryggur Steingrímur Þórhallsson, organisti og tónskáld, er að mixa kvikmyndatónlist þegar ég trufla hann. „Ég er að setja inn trommur í Dark-o-matic treiler. Það er hliðargrein hjá mér að búa til kvikmyndatónlist fyrir stórt breskt fyrirtæki. Skemmtilegt en skilar engu,“ segir hann léttur. „Það er gaman að semja en svo tekur langan tíma að ganga frá og hljómblanda.“ Gaman að semja, segir Steingrímur. Tilefni viðtalsins er einmitt tónleikar í Neskirkju með lögum eftir hann við ljóð Snorra Hjartarsonar. Þeir verða á afmælisdegi ljóðskáldsins, 22. apríl – annan í páskum, klukkan 20. Kór Neskirkju syngur. „Ég lít í raun á lögin sem eitt kórverk við tólf ljóð Snorra Hjartarsonar, sem mörgum þykir vænt um, hann er svo íslenskt skáld, með sterkar náttúrustemningar í ljóðunum sínum. Við erum að gefa út disk með verkinu, hann heitir Tólf blik og tónar, enda virðist Snorri semja ljóðin á augnablikum í ævi sinni, uppi á heiði, í þokunni, sumarbirtunni eða haustmyrkrinu. Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun en enda á sumarkomunni. Við frumfluttum þetta efni á sumardaginn fyrsta í fyrra og nefndum tónleikana Harpa kveður dyra. Nú erum við með útgáfutónleikana ári seinna – næstum upp á dag,“ segir Steingrímur og biður fólk að klappa ekki milli laga. Ljósmyndin á umslagi disksins líkist málverki eftir Georg Guðna. Steingrímur kveðst hafa tekið hana sjálfur á Tunguheiði á Tjörnesi. Segir hjarta sitt dálítið bundið því svæði. „Ég fór í göngu fyrir ofan bæinn sem afi og amma bjuggu á og tók myndavélina með. Á ákveðnum tímapunkti skall á þoka og allt í einu birtist fálki. Ég var auðvitað búinn að vera með þessi lög og ljóðin hans Snorra algerlega á heilanum og þarna sá ég þema disksins – lyng, þoku, leir, haust og fálkann sem er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Reyndar var þetta svo langur labbitúr í ískaldri mýri að ég gat varla stigið í lappirnar í þrjár vikur á eftir! Auðvitað tengja ekki allir á sama hátt við myndina og ég en fólki finnst hún falleg.“ Gunnar Þorsteinsson les ljóðin á milli laga sem öll eru sungin undirleikslaust. Sum lögin eru samin í samvinnu við kórinn, að sögn Steingríms. „Þetta er krefjandi stykki fyrir kórinn. Það eru skiptingar hægri vinstri, sungið ýmist í sex eða átta röddum,“ segir hann og tekur fram að auk disksins komi út nótnahefti með verkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Steingrímur Þórhallsson, organisti og tónskáld, er að mixa kvikmyndatónlist þegar ég trufla hann. „Ég er að setja inn trommur í Dark-o-matic treiler. Það er hliðargrein hjá mér að búa til kvikmyndatónlist fyrir stórt breskt fyrirtæki. Skemmtilegt en skilar engu,“ segir hann léttur. „Það er gaman að semja en svo tekur langan tíma að ganga frá og hljómblanda.“ Gaman að semja, segir Steingrímur. Tilefni viðtalsins er einmitt tónleikar í Neskirkju með lögum eftir hann við ljóð Snorra Hjartarsonar. Þeir verða á afmælisdegi ljóðskáldsins, 22. apríl – annan í páskum, klukkan 20. Kór Neskirkju syngur. „Ég lít í raun á lögin sem eitt kórverk við tólf ljóð Snorra Hjartarsonar, sem mörgum þykir vænt um, hann er svo íslenskt skáld, með sterkar náttúrustemningar í ljóðunum sínum. Við erum að gefa út disk með verkinu, hann heitir Tólf blik og tónar, enda virðist Snorri semja ljóðin á augnablikum í ævi sinni, uppi á heiði, í þokunni, sumarbirtunni eða haustmyrkrinu. Ég raða ljóðunum saman þannig að þau eru leitandi í byrjun en enda á sumarkomunni. Við frumfluttum þetta efni á sumardaginn fyrsta í fyrra og nefndum tónleikana Harpa kveður dyra. Nú erum við með útgáfutónleikana ári seinna – næstum upp á dag,“ segir Steingrímur og biður fólk að klappa ekki milli laga. Ljósmyndin á umslagi disksins líkist málverki eftir Georg Guðna. Steingrímur kveðst hafa tekið hana sjálfur á Tunguheiði á Tjörnesi. Segir hjarta sitt dálítið bundið því svæði. „Ég fór í göngu fyrir ofan bæinn sem afi og amma bjuggu á og tók myndavélina með. Á ákveðnum tímapunkti skall á þoka og allt í einu birtist fálki. Ég var auðvitað búinn að vera með þessi lög og ljóðin hans Snorra algerlega á heilanum og þarna sá ég þema disksins – lyng, þoku, leir, haust og fálkann sem er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Reyndar var þetta svo langur labbitúr í ískaldri mýri að ég gat varla stigið í lappirnar í þrjár vikur á eftir! Auðvitað tengja ekki allir á sama hátt við myndina og ég en fólki finnst hún falleg.“ Gunnar Þorsteinsson les ljóðin á milli laga sem öll eru sungin undirleikslaust. Sum lögin eru samin í samvinnu við kórinn, að sögn Steingríms. „Þetta er krefjandi stykki fyrir kórinn. Það eru skiptingar hægri vinstri, sungið ýmist í sex eða átta röddum,“ segir hann og tekur fram að auk disksins komi út nótnahefti með verkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira