Gayle King prýðir forsíðu Time-tímaritsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:16 Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni prýðir bandaríska fréttakonan Gayle King eina útgáfu forsíðunnar en hún er á meðal áhrifafólks sem tímaritið valdi. Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni er bandaríska fréttakonan Gayle King meðal þeirra sem prýða forsíðuna en hún er í hópi áhrifafólksins sem tímaritið valdi. King stýrir sjónvarpsþættinum „CBS This Morning“ en í byrjun mars tók hún eftirminnilegt viðtal við tónlistarmanninn R. Kelly þar sem hún ræddi við hann um ásakanir á hendur honum. R. Kelly brást ókvæða við og tók æðiskast í miðju viðtali. Viðbrögð King við skapofsa söngvarans og frammistaða hennar í erfiðum aðstæðum vakti ekki síst athygli. Hún náði að halda ró sinni og lét framferði R. Kellys ekki slá sig út af laginu. „Ertu alveg viss?“ Þegar King var sagt frá því að hún ætti að prýða forsíðuna tímaritsins sem ein af áhrifamestu manneskjum heims var hún efins í fyrstu og spurði: „Ertu alveg viss?“ Á áhrifalista Time birtist stutt umfjöllun um hvern og einn, oft skrifa heimsþekktir einstaklingar um kynni sín af viðkomandi og fjalla stuttlega um hinn áhrifamikla einstakling. Í þessu tilfelli skrifaði kvikmyndagerðakonan Ava DuVernay um King. DuVernay sagði að King væri ein albesta fjölmiðlakona allra tíma og að hún byggi yfir einstakri viðtalstækni sem væri einungi á færi hinna allra bestu í bransanum. King sagðist vera djúpt snortin.Hér fyrir neðan má horfa á viðtal King við R. Kelly úr CBS This Morning.„Ég þurfi að lesa þetta tvisvar. Þessi texti fékk mig bara til að hugsa um hvað ég elska þetta starf mikið og hversu heitt ég elska fólkið sem ég vinn með,“ sagði Gayle King og sagði viðurkenninguna hafa mikla þýðingu fyrir sig.Sjá nánar: Umfjöllun Time um hundrað áhrifamestu einstaklinga í heimiAlls eru sex útgáfur af forsíðu Time þar sem listinn yfir 100 áhrifamestu einstaklingana er valinn. Hinar forsíðurnar prýða Taylor Swift, Dwayne Johnson, Sandra Oh, Nancy Pelosi og Mohamed Salah. MeToo Mál R. Kelly Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni er bandaríska fréttakonan Gayle King meðal þeirra sem prýða forsíðuna en hún er í hópi áhrifafólksins sem tímaritið valdi. King stýrir sjónvarpsþættinum „CBS This Morning“ en í byrjun mars tók hún eftirminnilegt viðtal við tónlistarmanninn R. Kelly þar sem hún ræddi við hann um ásakanir á hendur honum. R. Kelly brást ókvæða við og tók æðiskast í miðju viðtali. Viðbrögð King við skapofsa söngvarans og frammistaða hennar í erfiðum aðstæðum vakti ekki síst athygli. Hún náði að halda ró sinni og lét framferði R. Kellys ekki slá sig út af laginu. „Ertu alveg viss?“ Þegar King var sagt frá því að hún ætti að prýða forsíðuna tímaritsins sem ein af áhrifamestu manneskjum heims var hún efins í fyrstu og spurði: „Ertu alveg viss?“ Á áhrifalista Time birtist stutt umfjöllun um hvern og einn, oft skrifa heimsþekktir einstaklingar um kynni sín af viðkomandi og fjalla stuttlega um hinn áhrifamikla einstakling. Í þessu tilfelli skrifaði kvikmyndagerðakonan Ava DuVernay um King. DuVernay sagði að King væri ein albesta fjölmiðlakona allra tíma og að hún byggi yfir einstakri viðtalstækni sem væri einungi á færi hinna allra bestu í bransanum. King sagðist vera djúpt snortin.Hér fyrir neðan má horfa á viðtal King við R. Kelly úr CBS This Morning.„Ég þurfi að lesa þetta tvisvar. Þessi texti fékk mig bara til að hugsa um hvað ég elska þetta starf mikið og hversu heitt ég elska fólkið sem ég vinn með,“ sagði Gayle King og sagði viðurkenninguna hafa mikla þýðingu fyrir sig.Sjá nánar: Umfjöllun Time um hundrað áhrifamestu einstaklinga í heimiAlls eru sex útgáfur af forsíðu Time þar sem listinn yfir 100 áhrifamestu einstaklingana er valinn. Hinar forsíðurnar prýða Taylor Swift, Dwayne Johnson, Sandra Oh, Nancy Pelosi og Mohamed Salah.
MeToo Mál R. Kelly Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30